Guðrún Margrét ætlar í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2016 09:04 Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira