Guðrún Margrét ætlar í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2016 09:04 Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira