Chelsea tók heilmikið frá mér og öllu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 06:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er í risastóru hlutverki hjá toppliði Hauka í Domino's-deild kvenna í körfubolta. Hér er hún í leik gegn Snæfelli í vetur. Fréttablaðið/Stefán Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti