Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Ingvar Haraldsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði ráðgjafarhóp um afnám hafta. vísir/anton brink Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Panama-skjölin Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira