Farfuglarnir streyma til landsins: Lóurnar ættu að ná til landsins fyrir páska Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2016 15:17 Tjaldurinn er kominn til landsins og er einn af vorboðunum. Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“ Lóan er komin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Það er alltaf jafn öruggt að vorið komi eftir veturinn, þó einhvern veginn finnist flestum afar langt í það í svartasta skammdeginu. Undanfarið hefur verið vor í lofti og farfuglarnir notað blíðuna og streymt til landsins. „Fyrsti farfuglinn sem heiðraði okkur með nærveru sinni var samkvæmt venju „vorboðinn hrjúfi“, sílamáfurinn,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. „Hann var afar stundvís, sá fyrsti sást 25. febrúar, en það er meðalkomutími hans á árunum 1998-2013. Sílamáfarnir eru þó ekki farnir að sjást mikið enn, en von er á að hann hópist til landsins á næstu dögum.“ Jóhann Óli segir að tjaldurinn sé annar snemmkominn fugl. Þó eitthvað af tjaldi hafi vetursetu á Suðvestur- og Vesturlandi, sést hann ekki á Suðurlandi á veturna. „Fyrstu tjaldarnir sáust hér á Stokkseyri, þar sem ég bý, 9. mars,“ segir hann. „Annar vorboði hér á Eyrum, hettumáfurinn, kom skömmu síðar. Fyrstu álftirnar, sem örugglega voru að koma til landsins í farflugi, sáust á svipuðum tíma. Á allra síðustu dögum hafa svo grágæsir, brandendur, urtendur, skúmar og skógarþrestir þreyð hið langa og erfiða farflug yfir hafið hingað norður á varpstöðvarnar.“ Álftir í oddaflugi á Suðurlandi.Mynd/Jóhann Óli Hilmarsson Lóan ætti að koma fyrir páska Margir bíða með óþreyju eftir vorboðanum ljúfa, lóunni, það þekkir Jóhann Óli. „Já, ef að líkum lætur ættu fyrstu lóurnar að ná til landsins fyrir páska, en þá er spáð norðanhreti,“ segir hann. „Þá hægir á farfluginu, fuglarnir reyna að stíla uppá byr og gott veður til ferðarinnar. Annars eiga þeir á hættu að lenda í hremmingum yfir hafinu og jafnvel örmagnast. Þetta á sérstaklega við þá fugla sem ekki geta sest á sjó, sundfuglarnir eru betur settir.“ Það er ýmislegt fleira að gerast í fuglaheiminum, sem bendir til vorkomunnar. „Svarþrestir hafa hafið upp raust sína, meðal annars á Selfossi og Eyrarbakka og hafið hinn angurværa vorsöng. Fýllinn er sestur upp í björgin og starinn farinn að vitja varpstöðvanna. Þá er bara að vona að sumarið verði fuglum og fólki hagstætt.“
Lóan er komin Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira