Alfreð kom Augsburg yfir á sextándu mínútu með marki, en hann var réttur maður á réttum stað í teignum eftir góða fyrirgjöf Caiuby.
Gestirnir náðu að jafna fyrir hlé, en það gerði Henrik Mkhitaryan og staðan var jöfn 1-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik skoruðu þeir Gonzalo Castro og Adrian Ramos með sex mínútna millibili og gerðu út um leikinn fyrir Dortmund. Lokatölur 1-3.
Dortmund er því áfram í öðru sætinu, fimm stigum á eftir Bayern, en Augsburg er í fimmtánda sætinu, með jafn mörg stig og Hoffenheim og Eintracht Frankfurt sem eru í fallsæti.
Í hinum leik dagsins vann Bayer Leverkusen 2-0 sigur á Stuttgart, en mörkin gerðu þeir Julian Brandt og Karim Bellarabi.
Leverkusen er í sjötta sætinu með 42 stig, en Stuttgart í ellefta sætinu með 32 stig.