Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 21:39 Sara Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Getty Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Gaëlle Enganamouit er frá Kamerún og hún þurfti að hlusta á óskemmtileg köll áhorfenda allan leikinn. Hún var reyndar ekki sú eina því hin brasilíska Marta fékk einnig sinn skammt. Svo slæmt varð þetta á endanum að dómari leiksins, hin ítalska Carina Vitulano, stoppaði leikinn í seini hálfleik og fór og talaði við eftirlitsdómara UEFA. Skömmu síðar kom vallarþulurinn í kallkerfi vallarins og tilkynnti að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta. „Ég heyrði vel að þeir voru að kalla en mér var alveg sama. Þegar þú ætlar að gera þitt besta þá máttu ekki láta þetta hafa áhrif á þig," sagði Gaëlle Enganamouit við DN.se eftir leikinn. Heimavöllur Frankfurt er lítill og áhorfendurnir eru mjög nálægt vellinum. Það heyrðist því mjög vel í þeim og það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni harðasta kynþáttarníð. Sænska liðið stóð sig frábærlega á heimavelli Evrópumeistara Frankfurt og komst í 1-0 með marki Söru Bjarkar. Það nægði þó aðeins til að koma leiknum í vítakeppni þar sem Frankfurt vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Rosengård tapaði leiknum á endanum í vítakeppni eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði klikkað á sínu víti en Gaëlle Enganamouit skoraði úr sinni vítaspyrnu. „Ég verð aldrei hrædd á vellinum. Ég vil alltaf skora og það heyrðist ekki mikið í þeim eftir að ég skoraði," sagði Gaëlle Enganamouit. Jack Majgaard Jensen, þjálfari Rosengård, hikaði ekki við að láta Gaëlle Enganamouit taka víti þrátt fyrir alls þessa ömurlegu meðferð áhorfenda í leiknum. „Ég ætlaði að sýna þessum vitleysingum að þeir munu ekki ráða því hvort við vinnum eða töpum þessari vítakeppni. Ég sá að hún var klár og því lét ég hana taka víti," sagði Jack Majgaard Jensen.Gaëlle Enganamouit.Vísir/Getty
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43