Innlent

Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson. vísir/arnþór birkisson
Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, á félag í Lúxemborg. Hann segir það ekkert leyndarmál enda sé um fullskattlagt félag að ræða – það greiði 21,84 prósenta tekjuskatt.

Frá þessu greinir Vilhjálmur, aðspurður, á Facebook. Þar segir hann skattana ekki ástæðu þess að félagið sé þar, heldur krónuna, gjaldeyrishöftin og pólitíska efnahagslega áhætta á Íslandi. „Ef við værum í ESB væri engin ástæða til að hafa félagið erlendis. Hlutir mínir í sprotafyrirtækjum hér innanlands eru hins vegar að langmestu leyti í íslensku samfélagi,“ segir hann.

Með þessu vísar hann í fréttir af aflandsfélögum sem tengjast ráðherrum ríkisstjórnarinnar. „Lúxemborg ætti reyndar ekki að nefna í sömu andrá og Panama og Tortóla (Jómfrúareyjar) því landið er innan EES, hlutafélög þar eru skattlögð hærra en á Íslandi (21,84% tekjuskattur vs 20%), og í gildi er tvísköttunarsamningur milli Íslands og Lúxemborgar,“ segir Vilhjálmur.

Þá segist hann á eigin Facebook-síðu ekki eiga aflandsfélag í skattaskjóli.

Ekki náðist í Vilhjálm við vinnslu fréttarinnar.

Umræðurnar má lesa hér fyrir neðan.

Afhverju eru skattaskjól slæm?--- Þau byggjast á svindli. Þau taka arð sem verður til í einu landi og byggist á...

Posted by Andres Jonsson on 29. mars 2016

Tengdar fréttir

Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn

Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×