Florian Grillitsch kom Bremen yfir á 43. mínútu leiksins en Alfreð jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Það var síðan Jeong-Ho Hong sem tryggði Augsburg öll stigin þrjú þremur mínútum fyrir leikslok.
Bayern Munchen vann auðveldan sigur á Stuttgart, 3-1, og rígheldur liðið í toppsæti deildarinnar.
FC Bayern er í efsta sæti deildarinnar með 75 stig, átta stigum á undan Borussia Dortmund sem á einn leik til góða. Augsburg er í 15. sætinu með 30 stig og var sigurinn í dag gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni.
Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í þýsku deildinni og einnig mark Alfreðs.
Eintracht Frankfurt 0 - 2 Hoffenheim
Hamburger SV 1 - 2 Darmstadt
Ingolstadt 1 - 0 Borussia Moenchengladbach
VfB Stuttgart 1 - 3 Bayern Munchen
Werder Bremen 1 - 2 Augsburg