Nú talar Alfreð þýsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2016 14:44 Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku. Þýski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku.
Þýski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira