Borgarskjalavörður: Fólk á ekki rétt á að sjá Panama-skjölin Ingvar Haraldsson og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er skjalavarsla Mossack Fonseca í Panama sögð áhugaverð. Ekki liggur fyrir hvaða hugbúnaður var notaður þar. NORDICPHOTOS/AFP „Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira