Borgarskjalavörður: Fólk á ekki rétt á að sjá Panama-skjölin Ingvar Haraldsson og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er skjalavarsla Mossack Fonseca í Panama sögð áhugaverð. Ekki liggur fyrir hvaða hugbúnaður var notaður þar. NORDICPHOTOS/AFP „Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira