Innlent

Daily Mail með ítarlega úttekt á Önnu Sigurlaugu

Jakob Bjarnar skrifar
Daily Mail undirstrikar eldri frétt sína þar sem Richard Branson greinir frá því að Anna Sigurlaug hafi viljað með sér út í geim.
Daily Mail undirstrikar eldri frétt sína þar sem Richard Branson greinir frá því að Anna Sigurlaug hafi viljað með sér út í geim.
Daily Mail birti nú í dag ítarlega umfjöllun, ríkulega myndskreytta um eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi forsætisráðherra: Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur.

Þar er greint frá því, sem Sigmundur Davíð hefur nú mótmælt og sagt staðlausa stafi, að Anna Sigurlaug hafi pantað sér far með geimflaug Richard Bransons. Annað hvort hefur Daily Mail rangt eftir Branson eða auðkýfingurinn er hreinlega að segja ósatt.

Svo hefst ítarleg úttekt Daily Mail, ríkulega myndskreytt í tabloid stíl. Þar er farið í saumana á því hvernig stendur á því að hún er þetta vel stæð og raun ber vitni.
Daily Mail, er einn stærsti fjölmiðill heims og er einnig fjallað um það hvernig hún varð auðug og tókst á við bróður sinn um fjölskylduauðinn, til kominn vegna sölu á Toyota-umboðinu. Daily Mail fylgir boðorðinu: Follow the money, eða eltið peningana (eða finnið Finn, eins og gárungarnir þýddu það á sínum tíma) í sinni fréttamennsku.

Úttektin undirstrikar gífurlegurlegan áhuga, á heimsvísu, sem nú er á Sigmundi Davíð og nýlegum fregnum af aflandsreikningi hans, sem svo leiddi til þess að forsætisráðherra steig til hliðar. Tímabundið samkvæmt tilkynningu frá Sigurði Má Jónssyni upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, sem hann sendi seint í gærkvöldi á erlenda fjölmiðla. En, þingflokkurinn veit hins vegar ekki betur en það standi til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við forsætisráðuneytinu og við það sé miðað í viðræðum við Sjálfstæðismenn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×