Hannes Óli þarf kannski ekki að stíga til hliðar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 13:32 Hannes Óli hefur leikið Sigmund Davíð síðastliðin ár. Hann segist tilbúinn til þess að skoða það að halda áfram í hlutverki forsætisráðherra. Vísir/Samsett Hannes Óli Ágústsson leikari segist tilbúinn til þess að skoða það að taka að sér hlutverk Sigurðar Inga Jóhannssonar í stað Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu ef kallið kemur. En eins og kunnugt er sagði Sigmundur Davíð sig frá forsætisráðuneytinu í gær og lagði til að varaformaður sinn, Sigurður Ingi, tæki við embættinu. „Ef manni yrði boðið það þá yrði maður að kíkja á það tilboð. Dóri DNA lék hann reyndar í áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þannig að það þyrfti að tala við hann.“ Hannes Óli segir að sér líði ágætlega þessa dagana en hann hefur leikið Sigmund Davíð undanfarin ár við mikinn fögnuð þjóðarinnar.Hannes Óli hefur vakið mikla lukku í hlutverki Sigmundar Davíðs.„Ég hef fengið mikið af samúðarkveðjum og svoleiðis í tengslum við þetta. Tengdaföður mínum var mikið kappsmál að Sigmundur Davíð myndi ekki segja af sér af þeirri einu ástæðu að tengdasonurinn myndi ekki missa jólabónusinn,“ segir Hannes og hlær. Hann hughreystir þó þá sem hafa áhyggjur af hans persónulegu líðan vegna afsagnar forsætisráðherra. „Mér finnst þetta nú enginn harmleikur fyrir mig persónulega. Þetta er bara gott fyrir þjóðina. Maður veit reyndar aldrei hvað er almennilega í gangi, þetta er orðinn svo mikill skrípaleikur.“ En gæti Hannes gripið til sömu takta þegar kemur að Sigurði Inga og hann hefur notað í leik sínum sem Sigmundur Davíð? „Þetta eru báðir dimmraddaðir, stórir menn. Sigurður Ingi jafnvel meira en Sigmundur,“ segir Hannes Óli hugsandi. Hugmyndin kom frá rithöfundinum Degi Hjartarsyni á Twitter:Þetta er alls ekkert búið fyrir Hannes Óla. #Cashljós pic.twitter.com/aFtdFPOfY0— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 6, 2016 „En ég hef ekki lagst í þetta almennilega, ég yrði bara að athuga þetta ef að þessu kæmi. En þeir eru mjög ólíkir í fasi. Ég yrði að skoða þetta vel.“ Stöðug líðan Hannesar hefur ef til vill eitthvað með það hlutverk sem hann bregður sér í þessa dagana að gera en hann tekur þátt í uppfærslu á verkinu Góði dátinn Svejk. Sýningin verður frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. „Maður verður náttúrulega að hafa viðhorfið eða skapgerðina hans Svejk til að lifa af þennan skrípaleik. Hann er náttúrulega vanur að brosa í gegnum alla vitleysuna og sjá í gegnum allt blaður yfirmanna og stjórnvalda. Það er allavega mjög hollt að tileinka sér hugarfar hans á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur alveg hjálpað mér að halda geðheilsunni í þessu fíaskói sem við stöndum frammi fyrir.“ Hér má nálgast upplýsingar um sýninguna. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Hannes Óli Ágústsson leikari segist tilbúinn til þess að skoða það að taka að sér hlutverk Sigurðar Inga Jóhannssonar í stað Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu ef kallið kemur. En eins og kunnugt er sagði Sigmundur Davíð sig frá forsætisráðuneytinu í gær og lagði til að varaformaður sinn, Sigurður Ingi, tæki við embættinu. „Ef manni yrði boðið það þá yrði maður að kíkja á það tilboð. Dóri DNA lék hann reyndar í áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þannig að það þyrfti að tala við hann.“ Hannes Óli segir að sér líði ágætlega þessa dagana en hann hefur leikið Sigmund Davíð undanfarin ár við mikinn fögnuð þjóðarinnar.Hannes Óli hefur vakið mikla lukku í hlutverki Sigmundar Davíðs.„Ég hef fengið mikið af samúðarkveðjum og svoleiðis í tengslum við þetta. Tengdaföður mínum var mikið kappsmál að Sigmundur Davíð myndi ekki segja af sér af þeirri einu ástæðu að tengdasonurinn myndi ekki missa jólabónusinn,“ segir Hannes og hlær. Hann hughreystir þó þá sem hafa áhyggjur af hans persónulegu líðan vegna afsagnar forsætisráðherra. „Mér finnst þetta nú enginn harmleikur fyrir mig persónulega. Þetta er bara gott fyrir þjóðina. Maður veit reyndar aldrei hvað er almennilega í gangi, þetta er orðinn svo mikill skrípaleikur.“ En gæti Hannes gripið til sömu takta þegar kemur að Sigurði Inga og hann hefur notað í leik sínum sem Sigmundur Davíð? „Þetta eru báðir dimmraddaðir, stórir menn. Sigurður Ingi jafnvel meira en Sigmundur,“ segir Hannes Óli hugsandi. Hugmyndin kom frá rithöfundinum Degi Hjartarsyni á Twitter:Þetta er alls ekkert búið fyrir Hannes Óla. #Cashljós pic.twitter.com/aFtdFPOfY0— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 6, 2016 „En ég hef ekki lagst í þetta almennilega, ég yrði bara að athuga þetta ef að þessu kæmi. En þeir eru mjög ólíkir í fasi. Ég yrði að skoða þetta vel.“ Stöðug líðan Hannesar hefur ef til vill eitthvað með það hlutverk sem hann bregður sér í þessa dagana að gera en hann tekur þátt í uppfærslu á verkinu Góði dátinn Svejk. Sýningin verður frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. „Maður verður náttúrulega að hafa viðhorfið eða skapgerðina hans Svejk til að lifa af þennan skrípaleik. Hann er náttúrulega vanur að brosa í gegnum alla vitleysuna og sjá í gegnum allt blaður yfirmanna og stjórnvalda. Það er allavega mjög hollt að tileinka sér hugarfar hans á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur alveg hjálpað mér að halda geðheilsunni í þessu fíaskói sem við stöndum frammi fyrir.“ Hér má nálgast upplýsingar um sýninguna.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08
Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02
Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58