Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. apríl 2016 10:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Ásmundur Friðriksson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu samþykkja þá niðurstöðu sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kemst að í viðræðum við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins. Þetta sögðu þeir aðspurðir hvort þeir myndu styðja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins með Sigurð Inga Jóhannsson í brúnni í stöðu forsætisráðherra. Vilhjálmur Bjarnasons, þingmaður flokksins, sagði „pass“ við spurningu blaðamanna en fjórtán þingmenn flokksins svöruðu ekki í síma. Bjarni og Sigurður Ingi ræddu saman í gær með það fyrir augum að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Áður hafði Bjarni sótt til þess leyfi til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur Bjarni verið skýr að því leyti að hann fari ekki inn í viðræður við Framsókn með þá kröfu að verða forsætisráðherra. „Þetta kom ágætlega fram hjá formanni flokksins í gær,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Vísi. „Það er vilji þessara flokka að hlaupa ekki frá mikilvægum verkefnum og klára það sem að útaf stendur.“Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton BrinkAðspurður hvort að til greina komi að styðja ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga sagði Jón: „Ég treysti mínum formanni til að lenda þessu samstarfi til að það verði gott áfram.“ Óli Björn Kárason, varaþingmaður flokksins sem situr á þingi í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, segir enga fundi boðaða hjá flokknum í dag. „Auðvitað eru menn bara vakandi og tilbúnir með skömmum fyrirvara að koma saman.“ Hann fékk sömu spurningu og Jón Gunnarsson, varðandi hans hug til ríkisstjórnar undir forystu Sigurðar Inga: „Bjarni og Ólöf marka þá stefnu og munu eiga viðræður og koma með tillögu. Ég mun styðja þá tillögu sem þau koma með fram.“ Ásmundur Friðriksson segir afar mikilvægt að flokkarnir fái tíma til að ljúka sínum störfum. „Ég verð mjög sáttur ef við getum það.“ Vilhjálmur Árnason segist styðja það ferli sem er í gangi flokkanna á milli og segir ekki máli skipta hver verði forsætisráðherra. Eingöngu að ró komist á í samfélaginu. Þá sé hann sáttur. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu samþykkja þá niðurstöðu sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kemst að í viðræðum við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins. Þetta sögðu þeir aðspurðir hvort þeir myndu styðja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins með Sigurð Inga Jóhannsson í brúnni í stöðu forsætisráðherra. Vilhjálmur Bjarnasons, þingmaður flokksins, sagði „pass“ við spurningu blaðamanna en fjórtán þingmenn flokksins svöruðu ekki í síma. Bjarni og Sigurður Ingi ræddu saman í gær með það fyrir augum að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Áður hafði Bjarni sótt til þess leyfi til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur Bjarni verið skýr að því leyti að hann fari ekki inn í viðræður við Framsókn með þá kröfu að verða forsætisráðherra. „Þetta kom ágætlega fram hjá formanni flokksins í gær,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Vísi. „Það er vilji þessara flokka að hlaupa ekki frá mikilvægum verkefnum og klára það sem að útaf stendur.“Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton BrinkAðspurður hvort að til greina komi að styðja ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga sagði Jón: „Ég treysti mínum formanni til að lenda þessu samstarfi til að það verði gott áfram.“ Óli Björn Kárason, varaþingmaður flokksins sem situr á þingi í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, segir enga fundi boðaða hjá flokknum í dag. „Auðvitað eru menn bara vakandi og tilbúnir með skömmum fyrirvara að koma saman.“ Hann fékk sömu spurningu og Jón Gunnarsson, varðandi hans hug til ríkisstjórnar undir forystu Sigurðar Inga: „Bjarni og Ólöf marka þá stefnu og munu eiga viðræður og koma með tillögu. Ég mun styðja þá tillögu sem þau koma með fram.“ Ásmundur Friðriksson segir afar mikilvægt að flokkarnir fái tíma til að ljúka sínum störfum. „Ég verð mjög sáttur ef við getum það.“ Vilhjálmur Árnason segist styðja það ferli sem er í gangi flokkanna á milli og segir ekki máli skipta hver verði forsætisráðherra. Eingöngu að ró komist á í samfélaginu. Þá sé hann sáttur.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira