Málefni tveggja borgarfulltrúa í Reykjavík eru til skoðunar Þórdís Valsdóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Mynd/aðsend Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira