Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Stjórnarandstaðan fylgdist í forundran með atburðarás gærdagsins og vissi á köflum ekki hvaðan á sig stóð veðrið. vísir/Stefán „Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira
„Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira