Það var greint frá því í dag að Twitter hefði náð samkomulagið við NFL-deildina um að sýna beint frá leikjum næsta vetur.
Fimmtudagsleikirnir í NFL-deildinni verða í beinni á Twitter og það að sjálfsögðu frítt. Leikirnir verða eftir sem áður sendir út af NBC, CBS og NFL Network en einnig verður hægt að sjá þá á Twitter.
„Twitter er staðurinn þar sem umræðan um lifandi atburði er hæst og mest rætt um. NFL-deildin er að taka næsta skref í að þjónusta aðdáendur sína um allan heim með þessu skrefi,“ sagði Roger Goodell, yfirmaður NFL-deildarinnar.
Verizon, Yahoo, Amazon og Facebook voru líka í viðræðum við NFL-deildina en Twitter fékk vinninginn.
