Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 16:40 Sigmundur fundaði með forsetanum í dag. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira