Innlent

Forseti Alþingis fundar með forseta Íslands

Birgir Olgeirsson skrifar
Einar Kristinn Guðfinsson forseti Alþingis.
Einar Kristinn Guðfinsson forseti Alþingis. Vísir/Stefán
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur óskað eftir fundi með Einari Kristni Guðfinnssyni, forseta Alþingis. Einar Kristinn sagði frá þessu í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagðist búast við að hann og Ólafur Ragnar myndu ræða málin. Sagði Einar Kristinn að Ólafur Ragnar vilji væntanlega fá upplýsingar frá honum um stöðu mála á þinginu.

Einar Kristinn sagðist vera á leið á fund með formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar. Hann sagðist ekki vita hvert tilefni fundarins væri en sagðist að sjálfsögðu verða við fundarbeiðninni. Hann var spurður út í vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og hver staðan væri á henni. Einar sagði erfitt að segja til um það þar sem hlutirnir hefðu tekið miklum breytinum á skömmum tíma í dag, en tillagan væri á forræði stjórnarandstöðunnar.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi á áðan að stjórnarandstaðan muni halda vantrauststillögu sinni á ríkisstjórn Íslands til streitu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×