Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 16:28 Bjarni á Bessastöðum. Segir Sigmund hafa viljað þingrofsheimild til að geta hótað Sjálfstæðisflokknum. visir/anton Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis. Panama-skjölin Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis.
Panama-skjölin Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira