„Kíktu bara á Facebook, það er oft jafnvel betri heimild en sumt sem að maður heyrir á blaðamannafundum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra væri sammála beiðni Sigmundar að rjúfa þing.
Sigmundur var á leið út úr stjórnarráðinu þegar fréttamaður RÚV spurði hann út í málið. Þaðan hélt Sigmundur í þinghúsið þar sem hann er nú mættur á fund þingflokks Framsóknarmanna.
Á blaðamannafundi í hádeginu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, að hann hyggðist ekki verða við beiðni Sigmundar um heimild til að rjúfa þing nú eða síðar.
Sigmundur Davíð sagði í morgun á Facebook að hann væri tilbúinn að rjúfa þing styddi þingflokkur Sjálfstæðismanna hann ekki.
Að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð mætti á fund Framsóknar í Alþingishúsinu.
Forsætisráðherra segir Facebook betri heimild en blaðamannafundi
Tengdar fréttir

Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs
„Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson.