Marín Laufey Davíðsdóttir, glímukona úr HSK, vann um helgina Freyjumenið á Íslandsglímunni í fjórða sinn á ferli sínum.
Marín Laufey vann allar sínar viðureignir og það gerði Margrét Rún Rúnarsdóttir, Herði, einnig. Það þurfti því glíma til úrslita og hafði þar Marín Laufey betur.
Marín Laufey er einnig leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í Domino's-deild karla og því afrekskona í tveimur íþróttagreinum.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA, vann Grettsibeltið og hlaut sæmdarheitið glímukóngur Íslands. Það þurfti einnig úrslitaglímu í karlaflokki og hafði Ásmundur Hálfdán þar betur gegn Pétur Þóri Gunnarssyni, Mývetningi.
Marín Laufey vann Freyjumenið í fjórða sinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti

Fleiri fréttir
