Hann segir það hvernig Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson hafi haldið á málum undanfarnar vikur vera alvarlegan áfellisdóm yfir því hvernig þeir verji hagsmuni þjóðarinnar.
„Þetta mál snýst ekki um þessa flokka eða þessa menn, heldur snýst það um heilbrigð stjórnmál, að menn segi satt og að fólk fái að ganga til kosninga með alla hluti upp á borði.“