Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Bjarki Ármannsson skrifar 4. apríl 2016 19:02 Skipuleggjendur mótmælafundar á Austurvelli í kvöld segja um 22 þúsund manns hafa mætt, samkvæmt sinni talningu, til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segi af sér. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 fyrir stuttu sagði Sara Elísa Þórðardóttir, einn skipuleggjenda, að um 22 þúsund hefðu mætt og mótmælt friðsællega.Arnar Rúnar Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að samkvæmt talningu lögreglu á sjötta tímanum hefðu um átta til níu þúsund manns verið á Austurvelli. Mikið flæði hefði þó verið á fólki og ekki ólíklegt að heildarfjöldinn í miðbænum hefði verið um tíu til fimmtán þúsund manns. Hann lagði áherslu á að hann véfengdi alls ekki tölur mótmælenda enda hefði verið töluverður straumur hjá fólki í gegnum Austurvöll. Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. Arnar sagði að mótmælin væru alls ekki róleg, fólk hefði kastað hlutum í Alþingishúsið og bönunum og öðru verið kastað að lögreglumönnum. Enginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. Fyrr í dag var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið.Viðtalið við Arnar Rúnar má sjá í spilaranum að ofan.22,547 manns taldir kl 17.30. Þá komst fólk ekki lengur að og stóð í hundruða, ef ekki þúsundatali fyrir utan Austurvöll. Talið á öllum fjórum inngöngum frá kl. 16.30.Posted by Daði Ingólfsson on 4. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Skipuleggjendur mótmælafundar á Austurvelli í kvöld segja um 22 þúsund manns hafa mætt, samkvæmt sinni talningu, til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segi af sér. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 fyrir stuttu sagði Sara Elísa Þórðardóttir, einn skipuleggjenda, að um 22 þúsund hefðu mætt og mótmælt friðsællega.Arnar Rúnar Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að samkvæmt talningu lögreglu á sjötta tímanum hefðu um átta til níu þúsund manns verið á Austurvelli. Mikið flæði hefði þó verið á fólki og ekki ólíklegt að heildarfjöldinn í miðbænum hefði verið um tíu til fimmtán þúsund manns. Hann lagði áherslu á að hann véfengdi alls ekki tölur mótmælenda enda hefði verið töluverður straumur hjá fólki í gegnum Austurvöll. Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. Arnar sagði að mótmælin væru alls ekki róleg, fólk hefði kastað hlutum í Alþingishúsið og bönunum og öðru verið kastað að lögreglumönnum. Enginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. Fyrr í dag var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið.Viðtalið við Arnar Rúnar má sjá í spilaranum að ofan.22,547 manns taldir kl 17.30. Þá komst fólk ekki lengur að og stóð í hundruða, ef ekki þúsundatali fyrir utan Austurvöll. Talið á öllum fjórum inngöngum frá kl. 16.30.Posted by Daði Ingólfsson on 4. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira