HÍ mun skoða mál lektors í ljósi Panama-skjalanna Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2016 16:59 Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent