„Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 13:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13