Fólkið á Facebook er furðulostið Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2016 20:22 Fjölmargir krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs. Ekki er ofsagt að fólkið á Facebook sé þrumu lostið eftir Kastljósþátt kvöldsins. Viðbrögðin á Facebook, eftir Kastljósþátt kvöldsins, lýsa fremur því að fólk er furðu lostið fremur en að það sé reitt. Vísir skautaði þar yfir og tók nokkra „statusa“ að handahófi til marks um hneykslan fólks – sem er ósvikin. Flestir telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að segja af sér hið fyrsta og þeir stjórnarandstöðumenn sem tjá sig boða vantrauststillögu.Vantrauststillaga á leiðinni Þannig segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli nú í kvöld: „Í þingmannahópi meirihlutans á Alþingi, í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, er margt gott fólk með hjartað á réttum stað og höfuðið rétt skrúfað á, sem raunverulega fór í pólitík af góðum hug og með það að markmiði að gera Ísland betra samkvæmt sínum skilningi. Eðlilega er maður oft ósammála þeim, ýmist um aðferðafræði, sjónarmið eða jafnvel grunngildi, enda eðlilegt í pólitík. En núna virkilega liggur á því að þingmenn stjórnarmeirihlutans velti fyrir sér hvers vegna þeir fóru í pólitík. Fóru þeir í pólitík til að verja þetta? Eru þeir reiðubúnir til þess að leggja nafn sitt gegn vantrauststillögu eftir það sem nú hefur verið opinberað?Helgi Hrafn neitar að trúa því og ætla ekki að trúa því að meirihluti þingsins muni greiða atkvæði gegn tillögu um vantraust eftir þettavísir/gvaSjálfur hef ég orðið vitni að hreint út sagt ótrúlegum hlutum í pólitík, til dæmis það að yfirhöfuð komast inn á þing í kosningunum 2013. Eftir það, sögulegt stökk flokksins okkar í skoðanakönnunum sem ekkert lát virðist vera á, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Við búum í heimi þar sem fáránlega ólíklegir atburðir eiga sér stað á hverjum einasta degi og það hættir í sjálfu sér að koma manni á óvart að eitthvað stórkostlega ólíklegt hafi átt sér stað. En ég neita að trúa því og ætla ekki að trúa því að meirihluti þingsins muni greiða atkvæði gegn tillögu um vantraust eftir þetta.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er á svipuðu róli:Katrín segir þetta ekki ganga lengur.right„Forsætisráðherra Íslands er fremstur í flokki kjörinna fulltrúa sem kjósa að spila ekki eftir þeim leikreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag og leyna í ofanálag þeim upplýsingum. Þetta gengur ekki lengur. Við verðum sem samfélag að takast á við þennan algjöra trúnaðarbrest og ráðamenn eiga að axla ábyrgð.“Orðspor á alþjóðavettvangi í rúst En, það eru ekki bara stjórnmálamenn sem tjá sig. Gauti Eggertsson, sem meðal annars hefur starfað fyrir Bandaríska Seðlabankann, leynir því hvergi að honum er brugðið: „Kastljós: Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir alla Íslendinga og orðspor okkar á alþjóðavettvangi. Næstu skref eru mikilvæg. Ég vona að fólk persónugeri ekki hlutina heldur setja þetta í mun stærra samhengi. Þetta snýst ekki lengur um persónur heldur orðstír Íslands.“ Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri segir: „Frá og með þessu kvöldi veit nánast öll Vestur-Evrópa, að Ísland er spilltasta land Evrópu.“Jónas segir að nú viti öll Vestur-Evrópa, að Ísland er spilltasta land Evrópu.Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á vart orð til í eigu sinni: „Félagsskapurinn sem íslenski forsætisráðherrann er í ... undanfærslurnar ... ósannindin ... óheilindin ... frammistaðan í viðtalinu ... paranojan ... enskukunnáttan! ...“Hvar fást hauspokar? Tónlistarmaðurinn Magga Örnólfs þykist slá á létta strengi: „Vei, við erum aftur heimsfræg! Hvar fást fallegir hauspokar?“ Þórarinn Þórarinsson blaðamaður er ekki bjartsýnn, venju fremur: „Snöggt yfirlit yfir Facebook bendir til þess að fjöldi fólks hafi misst allar veruleikatengingar í sturluðu bjartsýniskasti. Get a grip. Það er ekkert að fara að breytast!“ Illugi Jökulsson rithöfundur er orðinn vígamóður, við að gagnrýna Sigmund Davíð og ríkisstjórnina, en lætur þó hvergi deigan síga. „Þegar ég sat í stjórnlagaráði vorum við staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að betrumbæta íslenskt samfélag, meðal annars og ekki síst með því að setja í stjórnarskrá stórbætt ákvæði um gegnsæi og heiðarleika og stjórnsýslu. Stjórnmálamönnum tókst að leggja stein í götu þess starfs. Nú þurfum við öll að leggjast á eitt til að ljúka því!“Magga Örnólfs spyr var hægt sé að fá hauspoka.Og þannig er ástandið á Facebook, fólki gengur hreinlega illa að lýsa því hversu fram af því er gengið. Frosti Logason útvarpsmaður er einn þeirra sem tjáir sig: „Crony-kapítalistar og olígarkar með eignir í aflandsfélögum stjórna ríkisstjórn Íslands. Næst á dagskrá, sala ríkiseigna. #fallegagrínið“Guð hjálpi SigmundiSema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingar vill að forsætisráðherra segi af sér strax: „Þvílík sturlun krakkar! Ég er orðlaus! Ég á von á því að forsætisráðherra segi af sér strax og #kastljós er búið, þing verði rofið og boðað verði til kosninga eins og skot. Þetta er ekki bara #vanhæfríkisstjórn - hér er um að ræða þvílíkan skort á siðferði, heiðarleika og trausti sem fer í sögubækurnar og verður erfitt að toppa! Slíkir einstaklingar eiga ekkert erindi í stjórnmál og fá ekki að stjórna þessu landi einn dag í viðbót. Sjáumst niðri á Alþingi á morgun!#cashljós #tortólastjórnin #lifibyltingin“ Meira að segja hinn frjálshyggjusinnaði lögmaður, Jón Magnússon, sem hefur átt í væringum við einmitt Semu Erlu, er þessu sammála:Helga Vala: Nú verður forseti að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn þar til hægt er að halda þingkosningar.„Nú gæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tekið Séra Sigvalda úr Manni og Konu sér til fyrirmyndar og sagt "Ætli það sé ekki tími til kominn að biðja Guð að hjálpa sér". Sigmundi Davíð ber að segja af sér þegar í stað sem og öðrum þeim kjörnum fulltrúum sem beraðir hafa verið að því að eiga fjármuni í skattaskjólum og hafa þrætt eða gefið misvísandi upplýsingar um það. Gjör rétt þol ei órétt.“Stjórnina frá straxHelga Vala Helgadóttir er einnig lögmaður, sem og Jón, og hún vill stjórnina frá: „Nú verður forseti að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn þar til hægt er að halda þingkosningar. #hreinsumút“ Ómar R. Valdimarsson blaðamaður þarf ekki mörg orð: „Ókey bæ.“ Ólafur Arnarson hagfræðingur hefur þetta til málanna að leggja: „Mér segir svo hugur að forsætisráðherra hafi með ótrúlegri framkomu sinni og ósannsögli fyllt Austurvöll á morgun!“ Og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, vill valdið til fólksins: „1% elítan á og stjórnar Íslandi. Nú er það í höndum okkar hinna 99%-anna hvert framhaldið verður!“ Og flokkssystir hennar einnig, Björk Vilhelmsdóttir: „Ég vil að forsetinn boði til þingkosninga strax og að ríkisstjórnin segi af sér í kvöld #panamapapers“Í ljósi umfjöllunar Kastljóss um tengsl ráðamanna við aflandsfélög:Í þingmannahópi meirihlutans á Alþingi, í Sjálfstæð...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on 3. apríl 2016 Nixon féll ekki vegna þess að sýnt hefði verið fram á að hann hefði fyrirskipað Watergate-innbrotið. Það var cover-up-ið...Posted by Ólafur Þ Harðarson on 3. apríl 2016 Sjokkerandi uppljóstrun í Kastljósi kvöldsins. Sigmundur hefur tvo kosti, annarsvegar afsögn, hinsvegar útburð. Vona hann velji fyrrnefnda kostinn.Posted by Lydur Arnason on 3. apríl 2016 Þessi mynd sýnir alvöru málsins í hnotskurn: Ísland komið á hópmynd sem okkur langar ekki að vera á. Komið er í ljós að...Posted by Árni Páll Árnason on 3. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Viðbrögðin á Facebook, eftir Kastljósþátt kvöldsins, lýsa fremur því að fólk er furðu lostið fremur en að það sé reitt. Vísir skautaði þar yfir og tók nokkra „statusa“ að handahófi til marks um hneykslan fólks – sem er ósvikin. Flestir telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að segja af sér hið fyrsta og þeir stjórnarandstöðumenn sem tjá sig boða vantrauststillögu.Vantrauststillaga á leiðinni Þannig segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli nú í kvöld: „Í þingmannahópi meirihlutans á Alþingi, í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, er margt gott fólk með hjartað á réttum stað og höfuðið rétt skrúfað á, sem raunverulega fór í pólitík af góðum hug og með það að markmiði að gera Ísland betra samkvæmt sínum skilningi. Eðlilega er maður oft ósammála þeim, ýmist um aðferðafræði, sjónarmið eða jafnvel grunngildi, enda eðlilegt í pólitík. En núna virkilega liggur á því að þingmenn stjórnarmeirihlutans velti fyrir sér hvers vegna þeir fóru í pólitík. Fóru þeir í pólitík til að verja þetta? Eru þeir reiðubúnir til þess að leggja nafn sitt gegn vantrauststillögu eftir það sem nú hefur verið opinberað?Helgi Hrafn neitar að trúa því og ætla ekki að trúa því að meirihluti þingsins muni greiða atkvæði gegn tillögu um vantraust eftir þettavísir/gvaSjálfur hef ég orðið vitni að hreint út sagt ótrúlegum hlutum í pólitík, til dæmis það að yfirhöfuð komast inn á þing í kosningunum 2013. Eftir það, sögulegt stökk flokksins okkar í skoðanakönnunum sem ekkert lát virðist vera á, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Við búum í heimi þar sem fáránlega ólíklegir atburðir eiga sér stað á hverjum einasta degi og það hættir í sjálfu sér að koma manni á óvart að eitthvað stórkostlega ólíklegt hafi átt sér stað. En ég neita að trúa því og ætla ekki að trúa því að meirihluti þingsins muni greiða atkvæði gegn tillögu um vantraust eftir þetta.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er á svipuðu róli:Katrín segir þetta ekki ganga lengur.right„Forsætisráðherra Íslands er fremstur í flokki kjörinna fulltrúa sem kjósa að spila ekki eftir þeim leikreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag og leyna í ofanálag þeim upplýsingum. Þetta gengur ekki lengur. Við verðum sem samfélag að takast á við þennan algjöra trúnaðarbrest og ráðamenn eiga að axla ábyrgð.“Orðspor á alþjóðavettvangi í rúst En, það eru ekki bara stjórnmálamenn sem tjá sig. Gauti Eggertsson, sem meðal annars hefur starfað fyrir Bandaríska Seðlabankann, leynir því hvergi að honum er brugðið: „Kastljós: Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir alla Íslendinga og orðspor okkar á alþjóðavettvangi. Næstu skref eru mikilvæg. Ég vona að fólk persónugeri ekki hlutina heldur setja þetta í mun stærra samhengi. Þetta snýst ekki lengur um persónur heldur orðstír Íslands.“ Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri segir: „Frá og með þessu kvöldi veit nánast öll Vestur-Evrópa, að Ísland er spilltasta land Evrópu.“Jónas segir að nú viti öll Vestur-Evrópa, að Ísland er spilltasta land Evrópu.Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á vart orð til í eigu sinni: „Félagsskapurinn sem íslenski forsætisráðherrann er í ... undanfærslurnar ... ósannindin ... óheilindin ... frammistaðan í viðtalinu ... paranojan ... enskukunnáttan! ...“Hvar fást hauspokar? Tónlistarmaðurinn Magga Örnólfs þykist slá á létta strengi: „Vei, við erum aftur heimsfræg! Hvar fást fallegir hauspokar?“ Þórarinn Þórarinsson blaðamaður er ekki bjartsýnn, venju fremur: „Snöggt yfirlit yfir Facebook bendir til þess að fjöldi fólks hafi misst allar veruleikatengingar í sturluðu bjartsýniskasti. Get a grip. Það er ekkert að fara að breytast!“ Illugi Jökulsson rithöfundur er orðinn vígamóður, við að gagnrýna Sigmund Davíð og ríkisstjórnina, en lætur þó hvergi deigan síga. „Þegar ég sat í stjórnlagaráði vorum við staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að betrumbæta íslenskt samfélag, meðal annars og ekki síst með því að setja í stjórnarskrá stórbætt ákvæði um gegnsæi og heiðarleika og stjórnsýslu. Stjórnmálamönnum tókst að leggja stein í götu þess starfs. Nú þurfum við öll að leggjast á eitt til að ljúka því!“Magga Örnólfs spyr var hægt sé að fá hauspoka.Og þannig er ástandið á Facebook, fólki gengur hreinlega illa að lýsa því hversu fram af því er gengið. Frosti Logason útvarpsmaður er einn þeirra sem tjáir sig: „Crony-kapítalistar og olígarkar með eignir í aflandsfélögum stjórna ríkisstjórn Íslands. Næst á dagskrá, sala ríkiseigna. #fallegagrínið“Guð hjálpi SigmundiSema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingar vill að forsætisráðherra segi af sér strax: „Þvílík sturlun krakkar! Ég er orðlaus! Ég á von á því að forsætisráðherra segi af sér strax og #kastljós er búið, þing verði rofið og boðað verði til kosninga eins og skot. Þetta er ekki bara #vanhæfríkisstjórn - hér er um að ræða þvílíkan skort á siðferði, heiðarleika og trausti sem fer í sögubækurnar og verður erfitt að toppa! Slíkir einstaklingar eiga ekkert erindi í stjórnmál og fá ekki að stjórna þessu landi einn dag í viðbót. Sjáumst niðri á Alþingi á morgun!#cashljós #tortólastjórnin #lifibyltingin“ Meira að segja hinn frjálshyggjusinnaði lögmaður, Jón Magnússon, sem hefur átt í væringum við einmitt Semu Erlu, er þessu sammála:Helga Vala: Nú verður forseti að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn þar til hægt er að halda þingkosningar.„Nú gæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tekið Séra Sigvalda úr Manni og Konu sér til fyrirmyndar og sagt "Ætli það sé ekki tími til kominn að biðja Guð að hjálpa sér". Sigmundi Davíð ber að segja af sér þegar í stað sem og öðrum þeim kjörnum fulltrúum sem beraðir hafa verið að því að eiga fjármuni í skattaskjólum og hafa þrætt eða gefið misvísandi upplýsingar um það. Gjör rétt þol ei órétt.“Stjórnina frá straxHelga Vala Helgadóttir er einnig lögmaður, sem og Jón, og hún vill stjórnina frá: „Nú verður forseti að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn þar til hægt er að halda þingkosningar. #hreinsumút“ Ómar R. Valdimarsson blaðamaður þarf ekki mörg orð: „Ókey bæ.“ Ólafur Arnarson hagfræðingur hefur þetta til málanna að leggja: „Mér segir svo hugur að forsætisráðherra hafi með ótrúlegri framkomu sinni og ósannsögli fyllt Austurvöll á morgun!“ Og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, vill valdið til fólksins: „1% elítan á og stjórnar Íslandi. Nú er það í höndum okkar hinna 99%-anna hvert framhaldið verður!“ Og flokkssystir hennar einnig, Björk Vilhelmsdóttir: „Ég vil að forsetinn boði til þingkosninga strax og að ríkisstjórnin segi af sér í kvöld #panamapapers“Í ljósi umfjöllunar Kastljóss um tengsl ráðamanna við aflandsfélög:Í þingmannahópi meirihlutans á Alþingi, í Sjálfstæð...Posted by Helgi Hrafn Gunnarsson on 3. apríl 2016 Nixon féll ekki vegna þess að sýnt hefði verið fram á að hann hefði fyrirskipað Watergate-innbrotið. Það var cover-up-ið...Posted by Ólafur Þ Harðarson on 3. apríl 2016 Sjokkerandi uppljóstrun í Kastljósi kvöldsins. Sigmundur hefur tvo kosti, annarsvegar afsögn, hinsvegar útburð. Vona hann velji fyrrnefnda kostinn.Posted by Lydur Arnason on 3. apríl 2016 Þessi mynd sýnir alvöru málsins í hnotskurn: Ísland komið á hópmynd sem okkur langar ekki að vera á. Komið er í ljós að...Posted by Árni Páll Árnason on 3. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira