Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. apríl 2016 19:04 Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og núverandi borgarfulltrúi Framsóknar eru nefndar í Panama-gögnunum. Vísir/Samsett Íslendingarnir í Panama-skjölunum Eins og fram hefur komið eru þrír ráðherrar nefndir á nafn í Panama-skjölunum svokölluðu sem birt voru á netinu fyrir stuttu. Það eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Það eru hins vegar fleiri stjórnmálamenn nefndir í skjölunum, allt frá borgarfulltrúa að lektor í skattarétti. Á vefsíðu Reykjavík Media er sagt frá sjö stjórnmálamönnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er skráð fyrir félagi á eyjunni Tortóla sem þekkt er sem paradís skattaskjólanna. Félagið heitir Ravenna Partners og kemur fram á Reykjavík Media að allt hlutafé félagsins hafi verið skráð á hana og mann hennar í ágúst 2005.Kristján Gunnar er sérfræðingur í skattamálum.VísirLektor segir ekkert hagræði fólgið í skjóli en stofnar slíkt sjálfur Þá er hin umdeilda Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Eins og fram hefur komið stofnaði Júlíus Vífill Ingvason aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Háskóla Íslands, kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 1. apríl síðastliðinn og lýsti því yfir að ekkert skattalegt hagræði fælist í því að eiga félag í skattaskjóli. Hann sagði ákvæði í skattalögum koma í veg fyrir það. Í umfjöllun Reykjavík Media kemur fram að hann hafi verið milliliður Júlíusar Vífils um stofnun fyrrnefnds félags hans í Panama. Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Íslendingarnir í Panama-skjölunum Eins og fram hefur komið eru þrír ráðherrar nefndir á nafn í Panama-skjölunum svokölluðu sem birt voru á netinu fyrir stuttu. Það eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Það eru hins vegar fleiri stjórnmálamenn nefndir í skjölunum, allt frá borgarfulltrúa að lektor í skattarétti. Á vefsíðu Reykjavík Media er sagt frá sjö stjórnmálamönnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er skráð fyrir félagi á eyjunni Tortóla sem þekkt er sem paradís skattaskjólanna. Félagið heitir Ravenna Partners og kemur fram á Reykjavík Media að allt hlutafé félagsins hafi verið skráð á hana og mann hennar í ágúst 2005.Kristján Gunnar er sérfræðingur í skattamálum.VísirLektor segir ekkert hagræði fólgið í skjóli en stofnar slíkt sjálfur Þá er hin umdeilda Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Eins og fram hefur komið stofnaði Júlíus Vífill Ingvason aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Háskóla Íslands, kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 1. apríl síðastliðinn og lýsti því yfir að ekkert skattalegt hagræði fælist í því að eiga félag í skattaskjóli. Hann sagði ákvæði í skattalögum koma í veg fyrir það. Í umfjöllun Reykjavík Media kemur fram að hann hafi verið milliliður Júlíusar Vífils um stofnun fyrrnefnds félags hans í Panama.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30