Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 18:01 Hér má sjá skjáskot af umfjöllun þýska dagblaðsins. Süddeutsche Zeitung Þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung hefur birt grein þar sem fjallað er um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. Greinin ber heitið „Stormur nálgast“ og er byggð á Panama-skjölunum en þar eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra nefnd til sögunnar ásamt Hrólfi Ölvissyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins og nokkrum af fyrrverandi æðstu bankamönnunum landsins. Þýska dagblaðið segir fjölda þeirra Íslendinga sem eru tengdir skattaskjólum vera sláandi þegar litið er til þess að íbúafjöldi Íslands telur 330 þúsund manns. Segir blaðið annan storm nálgast Ísland eftir þann sem reið yfir árið 2008 þegar íslenska bankakerfið féll.Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Þar má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Bashar al-Assad forseta Sýrlands, Vladimir Putin forseta Rússlands, Petro Poroshenko forseti Úkraínu og Mahmoud Ahmadinejad fyrrverandi forseti Íran.Vísir/Süddeutsche Zeitung.Fyrir nokkru steig eiginkona Sigmundar Davíð, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, fram á Facebook og greindi frá aflandsfélaginu Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. Í ljós kom að Anna Sigurlaug hafði stigið fram eftir að hafa fengið spurningar frá blaðamönnum um félagið, sem reyndist vera Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður hjá Reykjavík Media. Í umfjöllun þýska blaðsins er fjallað um eignarhald Sigmundar á félaginu. Þar kemur fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er hann kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Þýska blaðið segir þessi tengsl Sigmundar Davíð koma pólitískum ferli hans illa. Hann er sagður hafa náð miklu fylgi vegna tengsla sinna við In Defence-hópinn sem fór mikinn í vörn fyrir Ísland eftir að Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland. Þá er einnig fjallað um þátt In Defence í Icesave-málinu þar sem þjóðin hafnaði samningum við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu og fór málið fyrir dómstóla þar sem íslenska ríkið hafði betur. Þýska dagblaðið hefur eftir heimildarmönnum að Sigmundur hafi ekki sagt meðlimum In Defence-hópnum frá Wintris.All information on the biggest data-leak: https://t.co/KsSuPDHG3F #panamapapershttps://t.co/Glg7u0LnQl— Süddeutsche Zeitung (@SZ) April 3, 2016 Leki Panama-skjalanna er afrakstur tíu mánaða rannsóknarvinnu á gögnum úr panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Ónefndur heimildarmaður hafði samband við Süddeutsche Zeitung og bauð gögnin en myndbandið hér fyrir ofan sýnir samtalið þegar heimildarmaðurinn setti sig fyrst í samband við miðilinn. Lekinn er einn sá stærsti í sögunni og telur um 11,5 milljónir gagna upp á 2,6 terabæt. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og miðlar út um allan heim tóku saman með Süddeutsche Zeitung til að fara yfir Panama-skjölin. Á Íslandi var það fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media sem fór yfir gögnin en hægt er að skoða úttekt þess á vef Reykjavík Media, rme.is. Mossack Fonseca er fjórða stærsta fyrirtækið sem býður sérstaklega upp á aðstoð við að stofna aflandsfélög. Það hefur starfað fyrir 300 þúsund fyrirtæki og með miklar tengingar við Bretland. Fyrirtækið starfar í skattaskjólum í Sviss, Kýpur, Bresku jómfrúaeyjum og bresku eyjunum Guernesey, Jersey, og Isle of Man.Lekinn er af stærðargráðu sem ekki hefur þekkst áður.Süddeutsche ZeitungHér fyrir neðan má sjá umræðu um #panamapapers sem fram fer á Twitter en hún teygir anga sína um heim allan.#panamapapers Tweets Panama-skjölin Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung hefur birt grein þar sem fjallað er um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. Greinin ber heitið „Stormur nálgast“ og er byggð á Panama-skjölunum en þar eru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra nefnd til sögunnar ásamt Hrólfi Ölvissyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins og nokkrum af fyrrverandi æðstu bankamönnunum landsins. Þýska dagblaðið segir fjölda þeirra Íslendinga sem eru tengdir skattaskjólum vera sláandi þegar litið er til þess að íbúafjöldi Íslands telur 330 þúsund manns. Segir blaðið annan storm nálgast Ísland eftir þann sem reið yfir árið 2008 þegar íslenska bankakerfið féll.Teikning þýska dagblaðsins af þjóðarleiðtogum, núverandi og fyrrverandi, sem tengjast Panama-skjölunum. Þar má sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Bashar al-Assad forseta Sýrlands, Vladimir Putin forseta Rússlands, Petro Poroshenko forseti Úkraínu og Mahmoud Ahmadinejad fyrrverandi forseti Íran.Vísir/Süddeutsche Zeitung.Fyrir nokkru steig eiginkona Sigmundar Davíð, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, fram á Facebook og greindi frá aflandsfélaginu Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. Í ljós kom að Anna Sigurlaug hafði stigið fram eftir að hafa fengið spurningar frá blaðamönnum um félagið, sem reyndist vera Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður hjá Reykjavík Media. Í umfjöllun þýska blaðsins er fjallað um eignarhald Sigmundar á félaginu. Þar kemur fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er hann kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Þýska blaðið segir þessi tengsl Sigmundar Davíð koma pólitískum ferli hans illa. Hann er sagður hafa náð miklu fylgi vegna tengsla sinna við In Defence-hópinn sem fór mikinn í vörn fyrir Ísland eftir að Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland. Þá er einnig fjallað um þátt In Defence í Icesave-málinu þar sem þjóðin hafnaði samningum við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu og fór málið fyrir dómstóla þar sem íslenska ríkið hafði betur. Þýska dagblaðið hefur eftir heimildarmönnum að Sigmundur hafi ekki sagt meðlimum In Defence-hópnum frá Wintris.All information on the biggest data-leak: https://t.co/KsSuPDHG3F #panamapapershttps://t.co/Glg7u0LnQl— Süddeutsche Zeitung (@SZ) April 3, 2016 Leki Panama-skjalanna er afrakstur tíu mánaða rannsóknarvinnu á gögnum úr panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Ónefndur heimildarmaður hafði samband við Süddeutsche Zeitung og bauð gögnin en myndbandið hér fyrir ofan sýnir samtalið þegar heimildarmaðurinn setti sig fyrst í samband við miðilinn. Lekinn er einn sá stærsti í sögunni og telur um 11,5 milljónir gagna upp á 2,6 terabæt. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og miðlar út um allan heim tóku saman með Süddeutsche Zeitung til að fara yfir Panama-skjölin. Á Íslandi var það fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media sem fór yfir gögnin en hægt er að skoða úttekt þess á vef Reykjavík Media, rme.is. Mossack Fonseca er fjórða stærsta fyrirtækið sem býður sérstaklega upp á aðstoð við að stofna aflandsfélög. Það hefur starfað fyrir 300 þúsund fyrirtæki og með miklar tengingar við Bretland. Fyrirtækið starfar í skattaskjólum í Sviss, Kýpur, Bresku jómfrúaeyjum og bresku eyjunum Guernesey, Jersey, og Isle of Man.Lekinn er af stærðargráðu sem ekki hefur þekkst áður.Süddeutsche ZeitungHér fyrir neðan má sjá umræðu um #panamapapers sem fram fer á Twitter en hún teygir anga sína um heim allan.#panamapapers Tweets
Panama-skjölin Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira