Læknir segist hafa gefið leikmönnum Arsenal, Chelsea og Leicester ólögleg lyf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 09:46 Leikmenn Arsenal og Leicester City eru sagðir vera meðal sjúklinga læknisins. Vísir/Getty Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja. Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja.
Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira