
Greint var frá því fyrir nokkrum vikum að þau væru væntanleg til landsins en upphaflega þurfti að fresta ferð þeirra vegna veðurs.
Kourtney, ein systra Kim, er með í för og setti inn mynd á Snapchat í morgun af sér í myndarlegum fjallajeppa. Kourtney þekkja allir þeir sem fylgst hafa með raunveruleikaþáttunum vinsælu Keeping up with the Kardashians.
Samkvæmt heimildum Vísis verður myndband West tekið upp á landsbyggðinni.
Íslendingar hafa margir sagt frá því á samfélagsmiðlum í morgun að þeir hafi rekist á stjörnuparið við komuna til landsins.
hey its that rapper pic.twitter.com/6I89zvArnK
— björnbjörn✨ (@verkfall) April 17, 2016