Rússíbani sem fer alla leið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2016 07:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er fimmfaldur Íslandsmeistari. vísir/stefán Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira