Fundar olíurisa heimsins beðið með eftirvæntingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 16:08 Olíuverð hefur lækkað mjög undanfarna mánuði. vísir/getty Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér. Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Varasjóðir helstu olíuríkja heimsins hafa minnkað um 315 milljarða dollara eftir verðfall á olíu undanfarna mánuði. Upphæðin nemur tæplega 39,2 billjónum íslenskra króna en það er rúmlega átjánföld landsframleiðsla Íslands. Upphæðin samsvarar um fimmtungshluta af varasjóðum ríkjanna. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Sádi-Arabía á langstærsta hluta eyðslunnar eða um 138 milljarða dollara. Næst á eftir þeim fylgja Rússar með um 60 milljarða dollara. Næstu ríki á eftir eru Alsír, Líbýa og Nígería. Eina OPEC-ríkið sem býr við þann veruleik að varasjóðir þess hafa stækkað er Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fulltrúar OPEC-ríkjanna auk fulltrúa frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Kanada munu hittast á fundi í Doha, höfuðborg Katar, sem hefst á sunnudag. Þar verða til umræðu aðgerðir til að stemma stigu við frekari verðlækkunum.Niðurstöðu fundarins beðið „Olíuríki heimsins verða að sameinast um að koma jafnvægi á markaðinn á ný. Afleiðingin verður sú að efnahagskerfi heimsins verður betra. Staðan eins og hún er gagnast engum,“ sagði í bréfi Mohammed Al Sada, orkumálaráðherra Katar, þar sem hann bauð ríkjunum á fundinn. Verðhrunið á olíu hefur verið gífurlegt undanfarin tvö ár. Um mitt ár 2014 stóð það í 114 dollurum á tunnuna en um ára mótið 2015 hafði það lækkað í rúmum fimmtíu dollurum á hráolíutunnuna. Verðið hækkaði í upphafi síðasta árs áður en það hrundi á ný í nóvember í fyrra. Um áramótin nú var það til að mynda 35 dollarar á tunnuna. Verðlækkunina nú má rekja til þeirrar ákvörðunar OPEC-ríkjanna að taka slaginn við Bandaríkin um markaðshlutdeild í stað þess að draga úr framleiðslu til að sporna við offramboði á mörkuðum. Komist ríki fundarins að samkomulagi má gera ráð fyrir því að heimsmarkaðsverð á olíu muni hækka. Árangurslaus fundur gæti hins vegar haft frekari verðlækkanir í för með sér.
Tengdar fréttir Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00 Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01 Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta Fjárfestingastjóri hjá VÍB segir stríð ríkja á olíumarkaði. 13. janúar 2016 08:00
Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Hráolíutunnan fór niður fyrir 28 dollara í morgun. Talið er líklegt að tunnan muni lækka enn frekar. 18. janúar 2016 11:01
Eru OPEC ríkin að gera bandaríska olíuvinnslu óarðbæra? Olíuvinnsla með "fracking"-aðferð er mun kostnaðarsamari en hjá OPEC ríkjunum. 6. janúar 2015 09:11
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23