Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 65-64| Haukar setjast í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2016 18:45 Haukar unnu frábæran sigur á Snæfell, 65-64, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna. Leikurinn fór fram á Ásvöllum og er staðan í einvígi liðanna því 1-0 fyrir Haukum. Liðin voru bæði í vandræðum með að skora í upphafi leiksins og var einhver taugtitringur í leikmönnum beggja liða. Eftir þriggja mínútna leik var staðan aðeins 2-2 og misstu liðin ítrekað boltann frá sér. Skotnýting liðanna var hreint skelfileg í fyrsta leikhlutanum og var Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sú eina sem var með lífsmarki. Haukar voru ívið betri í fyrsta leikhlutanum og var það mikið til Helenu að þakka. Snæfellingar áttu mjög erfitt með að skora stig og því var staðan 13-6 eftir tíu mínútna leik. Snæfellingar komust ekki meira í takt við leikinn í öðrum leikhluta og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem sáu um stigaskor liðsins. Haukar héldu aftur á móti áfram og dreifðist stigaskorið mun meira hjá þeim í fyrri hálfleiknum. Staðan eftir tuttugu mínútna leik var 33-17 og Snæfellingar aðeins með sautján prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Bæði lið voru nokkuð ákveð í upphafi síðari hálfleiksins og var í raun allt annað að sjá leikmenn Snæfellinga. Liðið sýndu mun meiri áræðni og og var að setja niður fín skot. Haukar voru aftur á móti einnig að setja niður skot. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 37-25 fyrir Hauka. Um það leyti varð Helena Sverrisdóttir að fara af velli meidd á kálfa en hún hafði leikið í dágóða stund sárkvalin inni á vellinum. Helena fór inn í klefa og settist stuttu síðar á bekkinn. Hún kom ekki meira við sögu í leiknum og þá gengu Snæfellingar á lagið. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 51-38 og gestirnir áttu þarna góðan möguleika. Snæfellingar minnkuðu muninn strax í átta stig, 51-43, í upphafi fjórða leikhlutans og var leikurinn þá orðinn galopinn. Það var alveg ljóst að fjarvera Helenu hafði gríðarleg áhrif á Haukaliðið og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins þremur stigum á liðunum 57-54. Stuttu síðar var munurinn aðeins eitt stig en þá tók Pálína Gunnlaugsdóttir,leikmaður Hauka, leikinn í sínar hendur og skoraði hún fimm stig í röð fyrir heimamenn á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Staðan varð allt í einu 64-56 fyrir Hauka og tæplega tvær mínútur eftir af leiknum. Snæfellingar náðu að minnka muninn eins mikið og þær gátu og skoraði Gunnhildur Gunnarsdóttir flautuþrist í stöðu 65-61 og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust þær ekki. Haukar unnu að lokum ótrúlega mikilvægan sigur, og það Helenu lausar í 15 mínútur í kvöld. Staðan í einvíginu er því orðin 1-0 og mætast liðin aftur á mánudagskvöldið í Hólminum. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka og Haiden Denise Palmer var með 20 stig fyrir Snæfell. Pálína: Ótrúlega montin af liðinuPálína Gunnlaugsdóttir er fimmfaldur Íslandsmeistari.vísir/stefán„Ég var orðin pínu smeyk þegar þær gerði áhlaup á okkur,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. „Við vorum sterkar og héldum þetta út. Við vissum svo sem alveg að þær myndu koma og pressa á okkur einhvertímann í leiknum en ég er virkilega glöð að við náðum að standa þetta af okkur og vinna að lokum ótrúlega mikilvægan sigur.“ Pálína segist vera ótrúlega stolt af liðinu og sérstaklega eftir að hafa misst Helenu Sverrisdóttir af velli ummiðjan þriðja leikhluta. „Við sýndum frábæra liðsheild í kvöld. Ég var að stíga upp og fara í hlutverk leiðtogans þegar Helena fór útaf. Ég er ótrúlega glöð að hafa náð að stíga svona vel upp í kvöld, því það er ekkert sjálfgefið.“ Hún segist vera mjög montin af liðinu og það sé mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í svona einvígi. Ingvar: Sýndu rosalegan karakter eftir að Helena fór útafIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Það fór aðeins um mann hérna undir lokin,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum að láta hirða af okkur boltann hérna undir lokin en við erum bara með ungar stelpur og ungt lið og lærum af þessu.“ Ingvar segir að núna verður staðan á Helenu skoðuð vel. „Hún fékk eitthvað í kálfann og getur ekki stigið upp af fætinum. Hún reyndi eitthvað að spila og var teipuð en það bara gekk ekki. Stelpurnar sýndu bara frábæran karakter að stíga upp og sigla þessum sigri í hús þrátt fyrir að Helena hafi farið af velli.“ Hann segir að það verði mjög erfitt að vera án Helenu í næsta leik ef það verður raunin. „Næsti leikur leggst samt bara vel í mig, við erum komnar í 1-0 og ætlum bara að halda áfram.“ Ingi: Við einfaldlega áttum ekki skilið að vinna þennan leikIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Það skiptir engu máli í úrslitakeppni hvort maður tapar með einu stigi eða fimmtíu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við sýndum aðeins meiri áræðni í síðari hálfleiknum og komum okkur vel inn í leikinn. Við vorum bara ekki nægilega góðar á svo mörgum sviðum í kvöld og við áttum bara ekki skilið að vinna þennan leik, svo einfalt er það.“ Ingi segir að það hafi ekki komið á óvart að aðrir leikmenn skildu stíga svona upp þegar Helena fór meidd útaf. „Haukar mega einfaldlega vera stoltir af þessum ungu stelpum í liðinu. Það vill enginn lenda 2-0 undir við verðum bara að mæta dýrvitlausar í leikinn á mánudaginn. Við erum alltaf mjög sterkar á heimavelli.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Haukar unnu frábæran sigur á Snæfell, 65-64, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna. Leikurinn fór fram á Ásvöllum og er staðan í einvígi liðanna því 1-0 fyrir Haukum. Liðin voru bæði í vandræðum með að skora í upphafi leiksins og var einhver taugtitringur í leikmönnum beggja liða. Eftir þriggja mínútna leik var staðan aðeins 2-2 og misstu liðin ítrekað boltann frá sér. Skotnýting liðanna var hreint skelfileg í fyrsta leikhlutanum og var Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sú eina sem var með lífsmarki. Haukar voru ívið betri í fyrsta leikhlutanum og var það mikið til Helenu að þakka. Snæfellingar áttu mjög erfitt með að skora stig og því var staðan 13-6 eftir tíu mínútna leik. Snæfellingar komust ekki meira í takt við leikinn í öðrum leikhluta og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir sem sáu um stigaskor liðsins. Haukar héldu aftur á móti áfram og dreifðist stigaskorið mun meira hjá þeim í fyrri hálfleiknum. Staðan eftir tuttugu mínútna leik var 33-17 og Snæfellingar aðeins með sautján prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Bæði lið voru nokkuð ákveð í upphafi síðari hálfleiksins og var í raun allt annað að sjá leikmenn Snæfellinga. Liðið sýndu mun meiri áræðni og og var að setja niður fín skot. Haukar voru aftur á móti einnig að setja niður skot. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 37-25 fyrir Hauka. Um það leyti varð Helena Sverrisdóttir að fara af velli meidd á kálfa en hún hafði leikið í dágóða stund sárkvalin inni á vellinum. Helena fór inn í klefa og settist stuttu síðar á bekkinn. Hún kom ekki meira við sögu í leiknum og þá gengu Snæfellingar á lagið. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 51-38 og gestirnir áttu þarna góðan möguleika. Snæfellingar minnkuðu muninn strax í átta stig, 51-43, í upphafi fjórða leikhlutans og var leikurinn þá orðinn galopinn. Það var alveg ljóst að fjarvera Helenu hafði gríðarleg áhrif á Haukaliðið og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins þremur stigum á liðunum 57-54. Stuttu síðar var munurinn aðeins eitt stig en þá tók Pálína Gunnlaugsdóttir,leikmaður Hauka, leikinn í sínar hendur og skoraði hún fimm stig í röð fyrir heimamenn á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Staðan varð allt í einu 64-56 fyrir Hauka og tæplega tvær mínútur eftir af leiknum. Snæfellingar náðu að minnka muninn eins mikið og þær gátu og skoraði Gunnhildur Gunnarsdóttir flautuþrist í stöðu 65-61 og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust þær ekki. Haukar unnu að lokum ótrúlega mikilvægan sigur, og það Helenu lausar í 15 mínútur í kvöld. Staðan í einvíginu er því orðin 1-0 og mætast liðin aftur á mánudagskvöldið í Hólminum. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 22 stig fyrir Hauka og Haiden Denise Palmer var með 20 stig fyrir Snæfell. Pálína: Ótrúlega montin af liðinuPálína Gunnlaugsdóttir er fimmfaldur Íslandsmeistari.vísir/stefán„Ég var orðin pínu smeyk þegar þær gerði áhlaup á okkur,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. „Við vorum sterkar og héldum þetta út. Við vissum svo sem alveg að þær myndu koma og pressa á okkur einhvertímann í leiknum en ég er virkilega glöð að við náðum að standa þetta af okkur og vinna að lokum ótrúlega mikilvægan sigur.“ Pálína segist vera ótrúlega stolt af liðinu og sérstaklega eftir að hafa misst Helenu Sverrisdóttir af velli ummiðjan þriðja leikhluta. „Við sýndum frábæra liðsheild í kvöld. Ég var að stíga upp og fara í hlutverk leiðtogans þegar Helena fór útaf. Ég er ótrúlega glöð að hafa náð að stíga svona vel upp í kvöld, því það er ekkert sjálfgefið.“ Hún segist vera mjög montin af liðinu og það sé mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í svona einvígi. Ingvar: Sýndu rosalegan karakter eftir að Helena fór útafIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Það fór aðeins um mann hérna undir lokin,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum að láta hirða af okkur boltann hérna undir lokin en við erum bara með ungar stelpur og ungt lið og lærum af þessu.“ Ingvar segir að núna verður staðan á Helenu skoðuð vel. „Hún fékk eitthvað í kálfann og getur ekki stigið upp af fætinum. Hún reyndi eitthvað að spila og var teipuð en það bara gekk ekki. Stelpurnar sýndu bara frábæran karakter að stíga upp og sigla þessum sigri í hús þrátt fyrir að Helena hafi farið af velli.“ Hann segir að það verði mjög erfitt að vera án Helenu í næsta leik ef það verður raunin. „Næsti leikur leggst samt bara vel í mig, við erum komnar í 1-0 og ætlum bara að halda áfram.“ Ingi: Við einfaldlega áttum ekki skilið að vinna þennan leikIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Það skiptir engu máli í úrslitakeppni hvort maður tapar með einu stigi eða fimmtíu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við sýndum aðeins meiri áræðni í síðari hálfleiknum og komum okkur vel inn í leikinn. Við vorum bara ekki nægilega góðar á svo mörgum sviðum í kvöld og við áttum bara ekki skilið að vinna þennan leik, svo einfalt er það.“ Ingi segir að það hafi ekki komið á óvart að aðrir leikmenn skildu stíga svona upp þegar Helena fór meidd útaf. „Haukar mega einfaldlega vera stoltir af þessum ungu stelpum í liðinu. Það vill enginn lenda 2-0 undir við verðum bara að mæta dýrvitlausar í leikinn á mánudaginn. Við erum alltaf mjög sterkar á heimavelli.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira