Var þetta Istanbul II á Anfield í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 07:30 Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu. Vísir/Getty Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00
Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28