Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Hvalaskoðunarferðir er gífurlega stór iðnaður á Húsavík og um 80 þúsund ferðamenn koma ár hvert á Húsavík í tengslum við hvali. Mynd/GentleGiants Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira