Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 74-39 | Haukar flugu í úrslit Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2016 21:00 Gleymdu þessu. Helena Sverrisdóttir stelur hér boltanum af Grindavík í kvöld. Vísir/vilhelm Haukar unnu í kvöld Grindavík, 74-39, í oddaleik liðanna um laust sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deild kvenna. Grindvíkingarnir unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu en þá svöruðu Haukar með þremur sigrum í röð. Leikurinn í kvöld fór fram að Ásvöllum í Hafnafirði og var aldrei spennandi. Helena Sverrisdóttir skoraði 24 stig fyrir Hauka í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 8-0. Þá fékk Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, nóg og tók leikhlé. Fyrsti leikhlutinn var einhver sá allra skrítnasti sem blaðamaður Vísis hafði orðið vitni af því Grindvíkingar skoruðu sín fyrstu stig í leiknum þegar þrjár sekúndur voru eftir af leikhlutanum. Þá setti Sicat Jeanne Figeroa niður eitt vítaskot en misnotaði hitt. Staðan eftir einn leikhluta var 12-1. Í öðrum leikhluta hélt fín spilamennsku Hauka áfram og var stigaskorið að dreifast mjög vel milli leikmanna liðsins og ekki aðeins Helena Sverrisdóttir að setja niður skotin. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 23-6 og útlitið bara virkilega svart fyrir Grindvíkinga. Staðan í hálfleik var 32-11 fyrir Hauka og það er hreint út sagt skelfilegt að skora aðeins 11 stig í heilum hálfleik. Grindvíkingar skoruðu fyrstu 7 stig síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 32-18. Þá settu Haukarnir bara þrjá körfur í röð í andlitið á þeim og breyttu stöðunni í 38-18. Stuttu síðar voru Haukar komnir í 49-20 og leikurinn í raun bara búin. Sylvía Rán Hálfdánardóttir var að spila virkilega vel fyrir Hauka í kvöld og setti niður mikilvægt skot. Haukar kláruðu í raun leikinn gjörsamlega í þriðja leikhlutanum og var aðeins spurning hversu stór sigur þeirra yrði. Leiknum lauk með auðveldum sigri Hauka, 74-39, og mætir liðið Snæfelli í úrslitum Dominos-deildar kvenna. Allir leikmenn Hauka skoruðu stig í leiknum í kvöld og eru tvö bestu lið landsins komin í úrslitaeinvígið.Haukar-Grindavík 74-39 (12-1, 20-10, 23-16, 19-12)Haukar: Helena Sverrisdóttir 24/13 fráköst/4 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/14 fráköst, Shanna Dacanay 9, Pálína María Gunnlaugsdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2, Hanna Þráinsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Sólrún Inga Gísladóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 14/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 4, Hrund Skúladóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 0/5 fráköst. Ingvar: Ótrúlega stoltur af þessum stelpumÚr leik liðanna í kvöld.vísir/vilhelm„Ég er bara hrikalega glaður og algjörlega frábært hvernig stelpurnar mætti í þennan leik,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þær eiga bara alveg ótrúlegt hrós skilið. Vörnin hjá okkur var frábær og alveg frá fyrstu mínútu. Þær skoruðu bara eitt stig á okkur í fyrsta leikhlutanum, og það úr víti rétt undir lokin.“ Ingvar segir að leikmenn Grindavíkur hafi orðið smá skelkaðar á þessari vörn og misnotað skot sem þær eru ekki vanar að klúðra. „Við vorum ekki að berjast um aukaleik í kvöld, við vorum að berjast um það að komast í úrslit,“ segir Ingvar en Haukar mæta Snæfellingum í úrslitaeinvíginu. „Við höfum ekkert verið að hugsa út í þetta og einbeitum okkur algjörlega á þetta Grindavíkurlið. Grindavík á bara hrósa skilið eftir þetta einvígi. Þær mættu virkilega vel til leiks. Núna getum við farið að hugsa út í úrslitin.“ Daníel: Það vildi ekkert fara ofan í hjá okkurDaníel á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm„Þetta var ótrúlegur leikhluti, við vorum að fá ágætis færi en það vildi ekkert skot niður. Það var eins og það væri lok á körfunni,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Maður kann engar skýringar á svona hlutum. Maður er vissulega með leikkerfi til að búa til opin skot en það fór bara ekkert ofan í hjá okkur.“ Daníel segir að þegar ekkert fer ofan í hjá manni sé mjög erfitt að vinna leiki. „Vörnin hjá okkur í fyrsta og öðrum leikhluta var alveg góð, en ef við setjum ekki niður nein skot, þá er ekki hægt að vinna leiki.“ Hann segist samt sem áður vera mjög stoltur af sínu liði og hvernig þær komu inn í þetta einvígi. „Þær voru bara gríðarlega flottar heilt yfir í þessu einvígi. Það fór kannski of mikil orka í síðasta leik hjá okkur.“ Helena: Vorum komnar í mjög djúpa holuHelena í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.„Mér líður bara frábærlega. Við lendum auðvitað 2-0 undir og þetta leit ekki vel út,“ segir Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara frábærar í kvöld. Ég eiginlega gæti ekki verið stoltari hvernig liðið mætti til leiks í kvöld. Þetta var ótrúlega flott, allar að berjast alveg á fullu allan leikinn.“ Helena segir að á tímabili hafi skotin ekki verið að detta en liðið hafi bætt það upp í vörninni. Allir í liði Hauka skoruðu stig í kvöld. „Við höfum alltaf vitað að við værum með fullt af góðum stelpum í liðinu. Við þurftum aðeins að vinna með hugafarið og þetta er allt að koma hjá okkur. Það er frábært að vera komnar í úrslitin en við vorum búnar að grafa okkur í svo stóra holu að maður leyfði sér ekki að hugsa út í úrslitaeinvígið.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Haukar unnu í kvöld Grindavík, 74-39, í oddaleik liðanna um laust sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deild kvenna. Grindvíkingarnir unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu en þá svöruðu Haukar með þremur sigrum í röð. Leikurinn í kvöld fór fram að Ásvöllum í Hafnafirði og var aldrei spennandi. Helena Sverrisdóttir skoraði 24 stig fyrir Hauka í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust fljótlega í 8-0. Þá fékk Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, nóg og tók leikhlé. Fyrsti leikhlutinn var einhver sá allra skrítnasti sem blaðamaður Vísis hafði orðið vitni af því Grindvíkingar skoruðu sín fyrstu stig í leiknum þegar þrjár sekúndur voru eftir af leikhlutanum. Þá setti Sicat Jeanne Figeroa niður eitt vítaskot en misnotaði hitt. Staðan eftir einn leikhluta var 12-1. Í öðrum leikhluta hélt fín spilamennsku Hauka áfram og var stigaskorið að dreifast mjög vel milli leikmanna liðsins og ekki aðeins Helena Sverrisdóttir að setja niður skotin. Þegar fjórðungurinn var hálfnaður var staðan 23-6 og útlitið bara virkilega svart fyrir Grindvíkinga. Staðan í hálfleik var 32-11 fyrir Hauka og það er hreint út sagt skelfilegt að skora aðeins 11 stig í heilum hálfleik. Grindvíkingar skoruðu fyrstu 7 stig síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 32-18. Þá settu Haukarnir bara þrjá körfur í röð í andlitið á þeim og breyttu stöðunni í 38-18. Stuttu síðar voru Haukar komnir í 49-20 og leikurinn í raun bara búin. Sylvía Rán Hálfdánardóttir var að spila virkilega vel fyrir Hauka í kvöld og setti niður mikilvægt skot. Haukar kláruðu í raun leikinn gjörsamlega í þriðja leikhlutanum og var aðeins spurning hversu stór sigur þeirra yrði. Leiknum lauk með auðveldum sigri Hauka, 74-39, og mætir liðið Snæfelli í úrslitum Dominos-deildar kvenna. Allir leikmenn Hauka skoruðu stig í leiknum í kvöld og eru tvö bestu lið landsins komin í úrslitaeinvígið.Haukar-Grindavík 74-39 (12-1, 20-10, 23-16, 19-12)Haukar: Helena Sverrisdóttir 24/13 fráköst/4 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12/14 fráköst, Shanna Dacanay 9, Pálína María Gunnlaugsdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2, Hanna Þráinsdóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Sólrún Inga Gísladóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2.Grindavík: Whitney Michelle Frazier 14/8 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 4, Hrund Skúladóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 3/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 0/5 fráköst. Ingvar: Ótrúlega stoltur af þessum stelpumÚr leik liðanna í kvöld.vísir/vilhelm„Ég er bara hrikalega glaður og algjörlega frábært hvernig stelpurnar mætti í þennan leik,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þær eiga bara alveg ótrúlegt hrós skilið. Vörnin hjá okkur var frábær og alveg frá fyrstu mínútu. Þær skoruðu bara eitt stig á okkur í fyrsta leikhlutanum, og það úr víti rétt undir lokin.“ Ingvar segir að leikmenn Grindavíkur hafi orðið smá skelkaðar á þessari vörn og misnotað skot sem þær eru ekki vanar að klúðra. „Við vorum ekki að berjast um aukaleik í kvöld, við vorum að berjast um það að komast í úrslit,“ segir Ingvar en Haukar mæta Snæfellingum í úrslitaeinvíginu. „Við höfum ekkert verið að hugsa út í þetta og einbeitum okkur algjörlega á þetta Grindavíkurlið. Grindavík á bara hrósa skilið eftir þetta einvígi. Þær mættu virkilega vel til leiks. Núna getum við farið að hugsa út í úrslitin.“ Daníel: Það vildi ekkert fara ofan í hjá okkurDaníel á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelm„Þetta var ótrúlegur leikhluti, við vorum að fá ágætis færi en það vildi ekkert skot niður. Það var eins og það væri lok á körfunni,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Maður kann engar skýringar á svona hlutum. Maður er vissulega með leikkerfi til að búa til opin skot en það fór bara ekkert ofan í hjá okkur.“ Daníel segir að þegar ekkert fer ofan í hjá manni sé mjög erfitt að vinna leiki. „Vörnin hjá okkur í fyrsta og öðrum leikhluta var alveg góð, en ef við setjum ekki niður nein skot, þá er ekki hægt að vinna leiki.“ Hann segist samt sem áður vera mjög stoltur af sínu liði og hvernig þær komu inn í þetta einvígi. „Þær voru bara gríðarlega flottar heilt yfir í þessu einvígi. Það fór kannski of mikil orka í síðasta leik hjá okkur.“ Helena: Vorum komnar í mjög djúpa holuHelena í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.„Mér líður bara frábærlega. Við lendum auðvitað 2-0 undir og þetta leit ekki vel út,“ segir Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka eftir leikinn í kvöld. „Við vorum bara frábærar í kvöld. Ég eiginlega gæti ekki verið stoltari hvernig liðið mætti til leiks í kvöld. Þetta var ótrúlega flott, allar að berjast alveg á fullu allan leikinn.“ Helena segir að á tímabili hafi skotin ekki verið að detta en liðið hafi bætt það upp í vörninni. Allir í liði Hauka skoruðu stig í kvöld. „Við höfum alltaf vitað að við værum með fullt af góðum stelpum í liðinu. Við þurftum aðeins að vinna með hugafarið og þetta er allt að koma hjá okkur. Það er frábært að vera komnar í úrslitin en við vorum búnar að grafa okkur í svo stóra holu að maður leyfði sér ekki að hugsa út í úrslitaeinvígið.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira