Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 12:46 Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11
Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07