Hakkaður nokkrum mínútum fyrir nýliðavalið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 10:45 Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty NFL Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Sjá meira
Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty
NFL Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Í beinni: Man. City - Brighton | Hörð barátta um sæti í Meistaradeild Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Sjá meira