Segja breskt hagkerfi vaxa meira utan ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 David Cameron hefur um nokkurra mánaða skeið reynt að fullvissa sitt fólk um að Bretlandi sé betur borgið innan Evrópusambandsins. Í vikunni fékk hann stuðning frá Obama Bandaríkjaforseta. Fréttablaðið/EPA Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent