Vodafone-lekinn: Fengu bætur vegna skilaboða um kynlíf, fjárhagsvandræði og skilnað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Vodafone átti undir högg að sækja eftir lekann umfangsmikla árið 2013. Fréttablaðið/Daníel Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, var á þriðjudaginn sakfellt í þremur tilfellum af fimm vegna gagnalekans sem átti sér stað í nóvember 2013. Fimm einstaklingar kærðu Fjarskipti á grundvelli þess að persónulegum upplýsingum um þau var lekið eftir að tölvuþrjótur hafði brotist inn á vefsvæði Vodafone og lekið upplýsingum um smáskilaboð sem send voru af vefnum. Í tveimur tilfellanna var fyrirtækið sýknað.Vildi 90 milljónir en fékk 1,5 milljón króna Hæstu skaðabæturnar voru greiddar konu sem fór fram á 90 milljónir í miskabætur frá Fjarskiptum. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Í lekanum kom fram að 2.566 skilaboðum er vörðuðu konuna var lekið á netið. Í mörgum tilfella var um að ræða afar persónulegar upplýsingar er vörðuðu meðal annars börn stefnanda, kynfæri hennar og kynlíf, meinta áfengis- og lyfjamisnotkun hennar og fjármál hennar. Að auki var fjallað um fyrirtækjarekstur hennar, skattamál og forsjármál. Kveðst stefnandi hafa verið útilokuð frá því að afla sér tekna með vinnuframlagi frá því að upplýsingarnar birtust, hún hafi verið óvinnufær af bæði andlegum og líkamlegum ástæðum. Hún hafi haft verulegan kostnað af því að flytja milli landa með fjölskyldu sína, en með því að flytja af landi brott hafi hún gert ráðstafanir til að lágmarka tjón sitt, sem hefði ella orðið annað og meira. Þá hafi upplýsingar um hana, börn hennar og heimilisfang verið opinberaðar á internetinu eftir birtingu gagnanna. Þá voru öðrum kæranda dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur og 400 þúsund í málskostnað. Sá hafði gert kröfu upp á 600 þúsund krónur en í lekanum komu fram upplýsingar um trúarskoðun og fjárhagsörðugleika viðkomandi.Skilnaðarmál á netið Annar stefnandi fór fram á tólf milljónir króna en var dæmd milljón í skaðabætur og 600 þúsund í málskostnað. Í því tilfelli láku upplýsingar um skilnaðarmál viðkomandi og eiginkonu hans. Málið hafi verið sérlega slæmt þar sem þau hafi viljað halda ágreiningsefni frá syni sínum. „Þetta hafi verið gríðarlega óþægilegt og virðing hans hafi beðið hnekki. Þá hafi skilaboð til kunningja verið rangtúlkuð á þann veg að þeir tengdust fíkniefnamálum og kvaðst stefnandi hafa orðið fyrir óþægindum og spurningum vegna þess, m.a. frá fjölmiðlum og vinnufélögum,“ segir í dómnum. Í einu sýknutilfelli hafði stefnandi kært vegna leka á skilaboðum sem hann fékk send frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Hann vildi meina að lekinn hafi látið það líta út fyrir að hann væri skráður í stjórnmálasamtök og að ekki eigi að opinbera stjórnmálaskoðanir með þessum hætti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir "Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum Sjá meira
Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, var á þriðjudaginn sakfellt í þremur tilfellum af fimm vegna gagnalekans sem átti sér stað í nóvember 2013. Fimm einstaklingar kærðu Fjarskipti á grundvelli þess að persónulegum upplýsingum um þau var lekið eftir að tölvuþrjótur hafði brotist inn á vefsvæði Vodafone og lekið upplýsingum um smáskilaboð sem send voru af vefnum. Í tveimur tilfellanna var fyrirtækið sýknað.Vildi 90 milljónir en fékk 1,5 milljón króna Hæstu skaðabæturnar voru greiddar konu sem fór fram á 90 milljónir í miskabætur frá Fjarskiptum. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Í lekanum kom fram að 2.566 skilaboðum er vörðuðu konuna var lekið á netið. Í mörgum tilfella var um að ræða afar persónulegar upplýsingar er vörðuðu meðal annars börn stefnanda, kynfæri hennar og kynlíf, meinta áfengis- og lyfjamisnotkun hennar og fjármál hennar. Að auki var fjallað um fyrirtækjarekstur hennar, skattamál og forsjármál. Kveðst stefnandi hafa verið útilokuð frá því að afla sér tekna með vinnuframlagi frá því að upplýsingarnar birtust, hún hafi verið óvinnufær af bæði andlegum og líkamlegum ástæðum. Hún hafi haft verulegan kostnað af því að flytja milli landa með fjölskyldu sína, en með því að flytja af landi brott hafi hún gert ráðstafanir til að lágmarka tjón sitt, sem hefði ella orðið annað og meira. Þá hafi upplýsingar um hana, börn hennar og heimilisfang verið opinberaðar á internetinu eftir birtingu gagnanna. Þá voru öðrum kæranda dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur og 400 þúsund í málskostnað. Sá hafði gert kröfu upp á 600 þúsund krónur en í lekanum komu fram upplýsingar um trúarskoðun og fjárhagsörðugleika viðkomandi.Skilnaðarmál á netið Annar stefnandi fór fram á tólf milljónir króna en var dæmd milljón í skaðabætur og 600 þúsund í málskostnað. Í því tilfelli láku upplýsingar um skilnaðarmál viðkomandi og eiginkonu hans. Málið hafi verið sérlega slæmt þar sem þau hafi viljað halda ágreiningsefni frá syni sínum. „Þetta hafi verið gríðarlega óþægilegt og virðing hans hafi beðið hnekki. Þá hafi skilaboð til kunningja verið rangtúlkuð á þann veg að þeir tengdust fíkniefnamálum og kvaðst stefnandi hafa orðið fyrir óþægindum og spurningum vegna þess, m.a. frá fjölmiðlum og vinnufélögum,“ segir í dómnum. Í einu sýknutilfelli hafði stefnandi kært vegna leka á skilaboðum sem hann fékk send frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Hann vildi meina að lekinn hafi látið það líta út fyrir að hann væri skráður í stjórnmálasamtök og að ekki eigi að opinbera stjórnmálaskoðanir með þessum hætti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir "Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Ríkið greiðir húsaleigu fyrir ónothæft meðferðaheimili Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum Sjá meira
"Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47
Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26
Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00
80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43