„Bara eitt stórveldi á Íslandi í dag“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 06:00 Systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. vísir/ernir „Það er alveg geggjað að taka þetta þrjú ár í röð. Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði brosmild og kampakát Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir að stúlkurnar úr Stykkishólmi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri á Haukum í oddaleik á útivelli, 67-59, í gærkvöldi. Snæfell, sem varð einnig bikarmeistari fyrr á tímabilinu í fyrsta sinn, hefur verið besta lið landsins undanfarin ár og heldur þeim titli með glans. Haukarnir höfðu Helenu Sverrisdóttur en Snæfell Haiden Palmer, liðsheild og óþreytandi sigurvilja sem skín úr andliti hvers leikmanns. Sigurinn í gær var liðssigur eins og þeir eru svo oft hjá Snæfelli. Varnarleikurinn frábær, samheldnin í liðinu eins og hún verður best og svo er erfitt að tapa fyrir framan alla Hólmara sem voru mættir á Ásvelli í gærkvöldi. „Ég veit ekki hver er að passa bæinn. Löggan eða eitthvað nema hún hafi komið líka. Það er enginn heima,“ sagði Berglind og hló aðspurð hver hefði fengið það hlutverk að passa upp Hólminn á meðan íbúarnir óku suður og fögnuðu með stúlkunum sínum. Úrslitarimman var alveg mögnuð en Snæfell tapaði tvisvar sinnum afar naumt á Ásvöllum áður en liðinu tókst loksins að vinna á Ásvöllum. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Haukanna í vetur. „Við völdum rétta leikinn til að vinna!“ sagði Berglind glöð í bragði og hélt áfram: „Þetta er búinn að vera körfubolti fyrir allan peninginn og áhorfendur hafa fengið ótrúlegt úrslitaeinvígi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Að klára þetta í oddaleik á Ásvöllum er ólýsanlegt. Við erum að vinna þetta þriðja árið í röð en þetta er alltaf jafngaman,“ sagði Berglind. Landsliðskonan, sem blaðamaður þurfti að rífa úr óteljandi faðmlögum og kossaflensi við áhorfendur til að ná tali af henni, þurfti að taka ákvörðun um hvort hún yfirleitt gæti haldið áfram að spila körfubolta fyrir nokkrum árum vegna þrálátra axlarmeiðsla. Hún spilar oft þjáð og öxlin er vafin. „Það eru þessir leikir og þessi tilfinning sem heldur manni gangandi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður heldur alltaf áfram. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er lætur sig hafa það að vera teipaður á hverri einustu helvítis æfingu því maður er alltaf að fara úr axlarlið,“ sagði Berglind sem var eðlilega í sigurvímu er hún horfði yfir stuðningsmennina í stúkunni. „Að spila fyrir þennan klúbb, vá, fyrir þetta fólk og þennan klúbb er ólýsanlegt.“ Berglind sagði að nú væri stefnan sett á að vinna titilinn fjórða árið í röð: „Við tókum bikarinn líka í ár sem var nýtt. Nú höldum við bara ótrauðar áfram,“ sagði hún, en spurð hvort það sé bara eitt stórveldi á Íslandi í dag var hún fljót að svara: „Það er bara eitt stórveldi á Íslandi í dag.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37 Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12 Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Það er alveg geggjað að taka þetta þrjú ár í röð. Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði brosmild og kampakát Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir að stúlkurnar úr Stykkishólmi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri á Haukum í oddaleik á útivelli, 67-59, í gærkvöldi. Snæfell, sem varð einnig bikarmeistari fyrr á tímabilinu í fyrsta sinn, hefur verið besta lið landsins undanfarin ár og heldur þeim titli með glans. Haukarnir höfðu Helenu Sverrisdóttur en Snæfell Haiden Palmer, liðsheild og óþreytandi sigurvilja sem skín úr andliti hvers leikmanns. Sigurinn í gær var liðssigur eins og þeir eru svo oft hjá Snæfelli. Varnarleikurinn frábær, samheldnin í liðinu eins og hún verður best og svo er erfitt að tapa fyrir framan alla Hólmara sem voru mættir á Ásvelli í gærkvöldi. „Ég veit ekki hver er að passa bæinn. Löggan eða eitthvað nema hún hafi komið líka. Það er enginn heima,“ sagði Berglind og hló aðspurð hver hefði fengið það hlutverk að passa upp Hólminn á meðan íbúarnir óku suður og fögnuðu með stúlkunum sínum. Úrslitarimman var alveg mögnuð en Snæfell tapaði tvisvar sinnum afar naumt á Ásvöllum áður en liðinu tókst loksins að vinna á Ásvöllum. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Haukanna í vetur. „Við völdum rétta leikinn til að vinna!“ sagði Berglind glöð í bragði og hélt áfram: „Þetta er búinn að vera körfubolti fyrir allan peninginn og áhorfendur hafa fengið ótrúlegt úrslitaeinvígi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Að klára þetta í oddaleik á Ásvöllum er ólýsanlegt. Við erum að vinna þetta þriðja árið í röð en þetta er alltaf jafngaman,“ sagði Berglind. Landsliðskonan, sem blaðamaður þurfti að rífa úr óteljandi faðmlögum og kossaflensi við áhorfendur til að ná tali af henni, þurfti að taka ákvörðun um hvort hún yfirleitt gæti haldið áfram að spila körfubolta fyrir nokkrum árum vegna þrálátra axlarmeiðsla. Hún spilar oft þjáð og öxlin er vafin. „Það eru þessir leikir og þessi tilfinning sem heldur manni gangandi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður heldur alltaf áfram. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er lætur sig hafa það að vera teipaður á hverri einustu helvítis æfingu því maður er alltaf að fara úr axlarlið,“ sagði Berglind sem var eðlilega í sigurvímu er hún horfði yfir stuðningsmennina í stúkunni. „Að spila fyrir þennan klúbb, vá, fyrir þetta fólk og þennan klúbb er ólýsanlegt.“ Berglind sagði að nú væri stefnan sett á að vinna titilinn fjórða árið í röð: „Við tókum bikarinn líka í ár sem var nýtt. Nú höldum við bara ótrauðar áfram,“ sagði hún, en spurð hvort það sé bara eitt stórveldi á Íslandi í dag var hún fljót að svara: „Það er bara eitt stórveldi á Íslandi í dag.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37 Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12 Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37
Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12
Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00