Von um fótboltakraftaverk Lars Christensen skrifar 27. apríl 2016 09:45 Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn?
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun