Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 18:00 Ástþór á fundinum í dag. vísir/pjetur Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49