Rúmenía rekin úr Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2016 12:12 Ovidiu Anton í forkeppninni í Rúmeníu. vísir/epa Rúmenía hefur verið rekin úr Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þar sem rúmenska ríkissjónvarpið hefur ekki borgað skuldir sínar við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) sem ná aftur til ársins 2007. Er þetta í fyrsta skipti sem þáttökuríki er vísað úr keppninni. Samkvæmt yfirlýsingu frá EBU skuldar rúmenska ríkissjónvarpið yfir 16 milljónir svissneskra franka. Í yfirlýsingunni segir að það sé með eftirsjá sem EBU reki Rúmeníu úr Eurovision en samtökin höfðu sagt að ríkisstjórn landsins þyrftu að borga skuldirnar fyrir 20. apríl síðastliðinn. Rúmenía hefur aldrei unnið Eurovision en náði sínum besta árangri árið 2010 þegar lagið Playing with Fire endaði í þriðja sæti. Rúmenía tók fyrst þátt í Eurovision árið 1994 og hefur tekið þátt í öllum úrslitum keppninnar síðan undanúrslitafyrirkomulaginu var komið á árið 2004.Hér að neðan má sjá yfirlýsingu EBU:Ovidiu Anton átti að keppa fyrir hönd Rúmeníu í ár í seinni undanúrslitunum þann 12. maí. Í yfirlýsingu segir Ovidiu að honum þyki þetta ósanngjarnt. Hann reyni þó að brosa og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Hann segist enn vera sami heiðarlegi listamaðurinn sem vann forkeppnina í Rúmeníu en hann þurfi þó að játa sig sigraðan. „Hver hefur sigrað mig og af hverju? Sanngjarnt? Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta á fínlegan hátt svo ég sleppi því...“ Eurovision Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Rúmenía hefur verið rekin úr Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þar sem rúmenska ríkissjónvarpið hefur ekki borgað skuldir sínar við Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) sem ná aftur til ársins 2007. Er þetta í fyrsta skipti sem þáttökuríki er vísað úr keppninni. Samkvæmt yfirlýsingu frá EBU skuldar rúmenska ríkissjónvarpið yfir 16 milljónir svissneskra franka. Í yfirlýsingunni segir að það sé með eftirsjá sem EBU reki Rúmeníu úr Eurovision en samtökin höfðu sagt að ríkisstjórn landsins þyrftu að borga skuldirnar fyrir 20. apríl síðastliðinn. Rúmenía hefur aldrei unnið Eurovision en náði sínum besta árangri árið 2010 þegar lagið Playing with Fire endaði í þriðja sæti. Rúmenía tók fyrst þátt í Eurovision árið 1994 og hefur tekið þátt í öllum úrslitum keppninnar síðan undanúrslitafyrirkomulaginu var komið á árið 2004.Hér að neðan má sjá yfirlýsingu EBU:Ovidiu Anton átti að keppa fyrir hönd Rúmeníu í ár í seinni undanúrslitunum þann 12. maí. Í yfirlýsingu segir Ovidiu að honum þyki þetta ósanngjarnt. Hann reyni þó að brosa og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Hann segist enn vera sami heiðarlegi listamaðurinn sem vann forkeppnina í Rúmeníu en hann þurfi þó að játa sig sigraðan. „Hver hefur sigrað mig og af hverju? Sanngjarnt? Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta á fínlegan hátt svo ég sleppi því...“
Eurovision Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira