Josh Norman átti stóran þátt í frábæru gengi Carolina Panthers á síðustu leiktíð og hans verður líklega sárt saknað næsta vetur.
Samningaviðræður hans við félagið hafa ekki gengið vel og hann er núna með lausan samning eftir að Panthers gekk frá samningaborðinu.
Norman lék stórkostlega á síðustu leiktíð eins og áður segir og komst í stjörnuliðið í fyrsta skipti á ferlinum.
Það eiga klárlega mörg lið eftir að bera víurnar í hann á næstunni og alveg ljóst að Norman fær stóran samning hjá því félagi sem hann semur við.
Einn besti varnarmaður NFL-deildarinnar á lausu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




