Landhelgisgæslan í umfangsmikla leit Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 09:05 Varðskipið Týr var sett í viðbragðsstöðu. vísir/anton Landhelgisgæslan setti af stað umfangsmikla leit í gærkvöld, föstudag vegna fiskiskips sem hvarf úr ferilvöktunarkerfi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði fylgst með skipinu en um klukkan 19.30 hvarf fiskiskipið úr ferilvöktunarkerfi djúpt austur af landinu. Fjórir menn voru skráðir í áhöfn skipsins sem virtist vera á leið til Noregs. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi ítrekað að ná í skipið í gegnum fjarskipti og gervihnattasíma en án árangurs. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var því send austur til að leita að skipinu. Þá var varðskipið Týr sem statt er á austfjörðum sett í viðbragðsstöðu.Ekki búnir samkvæmt lögum Um klukkan eitt í nótt fann áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar skipið um 140 sjómílur austnorðaustur af Dalatanga. Skipið var þá á siglingu til Noregs að sögn skipstjóra og amaði ekkert að áhöfninni. Skipið virðist hins vegar ekki vera útbúið í samræmi við kröfur til skipa sem sigla yfir hafið og gat þess vegna ekki tilkynnt um ferðir sínar í samræmi við lög. Þá virtist skipið ekki mannað í samræmi við lög og reglugerðir. Í ljósi alvarleika málsins vísaði Landhelgisgæslan skipinu til Seyðisfjarðar þar sem mál þess verður rannsakað frekar. Fram kemur í tilkynningu að Landhelgisgæslan líti þau mál mjög alvarlegum augum þegar um möguleg brot á reglum um vöktun og öryggismál er að ræða. Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Landhelgisgæslan setti af stað umfangsmikla leit í gærkvöld, föstudag vegna fiskiskips sem hvarf úr ferilvöktunarkerfi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði fylgst með skipinu en um klukkan 19.30 hvarf fiskiskipið úr ferilvöktunarkerfi djúpt austur af landinu. Fjórir menn voru skráðir í áhöfn skipsins sem virtist vera á leið til Noregs. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar reyndi ítrekað að ná í skipið í gegnum fjarskipti og gervihnattasíma en án árangurs. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var því send austur til að leita að skipinu. Þá var varðskipið Týr sem statt er á austfjörðum sett í viðbragðsstöðu.Ekki búnir samkvæmt lögum Um klukkan eitt í nótt fann áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar skipið um 140 sjómílur austnorðaustur af Dalatanga. Skipið var þá á siglingu til Noregs að sögn skipstjóra og amaði ekkert að áhöfninni. Skipið virðist hins vegar ekki vera útbúið í samræmi við kröfur til skipa sem sigla yfir hafið og gat þess vegna ekki tilkynnt um ferðir sínar í samræmi við lög. Þá virtist skipið ekki mannað í samræmi við lög og reglugerðir. Í ljósi alvarleika málsins vísaði Landhelgisgæslan skipinu til Seyðisfjarðar þar sem mál þess verður rannsakað frekar. Fram kemur í tilkynningu að Landhelgisgæslan líti þau mál mjög alvarlegum augum þegar um möguleg brot á reglum um vöktun og öryggismál er að ræða.
Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira