Gunnleifur: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2016 15:36 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fer ekki á EM. vísir/vilhelm „Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
„Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins] hringdi í mig korteri fyrir blaðamannafundinn og tilkynnti mér að ég færi ekki með,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, í viðtali við Vísi. Það kom vafalítið mörgum á óvart að sjá að Gunnleifur var ekki valin í EM-hóp Íslands í dag en þessi aldursforseti hópsins undanfarin ár hefur verið fastagestur í landsliðshópnum. „Ég ætla ekkert að fela það að ég var miður mín að fá þessar fréttir. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég skal viðurkenna það að þetta kom mér á óvart,“ segir Gunnleifur. „En svona er þetta bara. Ég er ekkert að fara að grenja út af þessu. Ég hef lent í miklu meiri áföllum í lífinu heldur en þessu. Ég verð samt alltaf klár,“ segir hann bara nokkuð léttur miðað við fréttir dagsins. Gunnleifur var ekki búinn að fá neinar vísbendingar um hvort hann væri í hópnum eða ekki áður en Guðmundur Hreiðarsson hringdi í hann í hádeginu í dag. Hann fékk engar útskýringar beint og var ekki að leitast eftir þeim. „Ég var ekkert að pumpa hann og vera eitthvað grenjandi í símann rétt fyrir fundinn hjá þeim. Það hefur ekkert upp á sig. Ég er ekkert að yngjast eða að fara að bæta mig sem markvörður en ég hef verið fastamaður í þessum hópi og verið vel metinn innan hans. Ég er í sama standi og undanfarin ár en þeir sjá eitthvað í hinum markvörðunum,“ segir Gunnleifur sem styður auðvitað kollega sína í markinu. „Allir þessi markverðir eru frambærilegir og ég kem til með að vera í góðu sambandi við Hannes og Ögmund sérstaklega sem eru góðir vinir mínir.“ Aðspurður í gríni með hvaða liði hann haldi á EM í ljósi þessara tíðinda svarar Gunnleifur: „Svíum,“ og skellihlær. „Auðvitað verð ég fremstur í flokki í íslensku stuðningsmannasveitinni. Það er engin spurning. Þetta eru allt vinir mínir og ég vona að þeim gangi sem allra best,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37 Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21 Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13 Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46 Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24 Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Lars: Auðvelda svarið er að ég fæddist of snemma Lars Lagerbäck segist hafa tekið ákvörðun um að hætta með íslenska landsliðið fyrir um mánuði síðan. 9. maí 2016 13:37
Hjörtur var rúmlega eins árs þegar Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik Eiður Smári Guðjohnsen er elstur, leikja- og markahæstur í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. 9. maí 2016 14:21
Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn glíma við meiðsli Þrír lykilmenn eru í kapphlaupi við tímann. 9. maí 2016 14:13
Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að íslensk knattspyrna verði að átta sig á verðmætum hennar. 9. maí 2016 13:46
Lars: Getum ekki valið liðið út frá vinskap „Við veljum ekki lið út frá herbergisfélögum,“ segir Lars Lagerbäck. 9. maí 2016 14:24
Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson fengu rós í hnappagatið frá Lars og Heimi. 9. maí 2016 13:48