Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu 23 manna hóp sinn fyrir EM í Frakklandi í Laugardalnum í dag. Meðal þeirra sem ekki voru valdir voru Gunnleifur Gunnleifsson, Rúrik Gíslason og Sölvi Geir Ottesen.
Heimir Hallgrímsson útskýrði fyrir blaðamönnum að leikmenn hefðu fengið sms-skilaboð hálftíma fyrir fundinn í Laugardalnum í dag. Eðlilega væru allir sem ekki voru valdir vonsviknir. Af virðingu við þá hefðu þeir fengið upplýsingarnar aðeins á undan öðrum til að geta melt þær.
„Það er eðlilegt að þeir séu vonsviknir sem voru ekki valdir í þetta stóra og mikla verkefni.“
Sex leikmenn eru beðnir um að vera til taks komi eitthvað upp. Nánar um þá og hópinn hér.

