Bæring undir feld: Segir ákvörðun Ólafs „fíflalega“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 13:06 Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca-Cola International, segist kominn undir feld á ný eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Bæring var einn þeirra sem buðu sig fram til forseta eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil en dró framboð sitt til baka eftir að forsetinn gaf kost á sér að nýju í apríl. „Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ segir Bæring. „Ég fer bara undir feld núna, í nokkra tíma.“ Aðspurður hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars leggist í hann, segir Bæring hana „fíflalega.“ „Þeir hafa greinilega brallað þetta saman, hann og Davíð,“ segir hann, og á þar við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. „Hann kemur fram og hinn hættir við og þeir segjast ekki hafa talast neitt við. Þetta eru bara einhverjar pólitískar hræringar.“Óbreytt staða annarra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Hrannar Pétursson drógu báðir forsetaframboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju en þeir hyggjast ekki endurskoða það í ljósi tíðinda dagsins. Hrannar segir í samtali við Viðskiptablaðið að staðan sé óbreytt og Vigfús Bjarni sömuleiðis í samtali við Vísi. „Ég er maður orða minna,“ segir Vigfús Bjarni, sem vildi þó ekkert tjá sig frekar um ákvörðun Ólafs Ragnars. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, voru bæði komin langt með að undirbúa forsetaframboð en hættu við eftir að Ólafur Ragnar sagðist ætla fram að nýju. Ekki náðist í Eirík við vinnslu þessarar fréttar en Guðrún segist ekkert hafa hugleitt stöðu sína frá því að tíðindi dagsins bárust.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira