Hann er lifandi | Myndband af hrekk hjá NFL stjörnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 22:00 Robert Griffin III. Vísir/Getty Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016 NFL Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjá meira
Robert Griffin III, sem er jafnvel þekktari undir gælunafninu RG3, hugar nú að endurkomu hjá Cleveland Browns í NFL-deildinni eftir að hafa ekkert fengið að spila með Washington Redskins á síðasta tímabili. Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars. RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins. Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum. Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans. Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu. Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við. Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns. Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.??????Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016 Pull off the surprise ??Present 25k worth of helmets ??All in a day's work.??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016
NFL Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjá meira