Robert Griffin III verður væntanlega aðalleikstjórnandi Cleveland Browns á komandi tímabili eftir að hafa skrifað undir tveggja ára og fimmtán milljón dollara samning í mars.
RG3 átti enga framtíð hjá Washington Redskins þrátt fyrir að vera andlit félagsins nokkrum mánuðum fyrr. Meiðsli og þrjóska þjálfarans Jay Gruden áttu þátt í þessu óvæntu falli hans innan félagsins.
Robert Griffin III brá á leik með nýja liðsfélaganum Cam Erving þegar þeir heimsóttu menntaskóla í North Ridgeville í Ohio-ríki á dögunum.
Cam Erving mætti með ávísun í skólann upp á 25 þúsund dollara sem átti að fara í nýja hjálma og búninga fyrir fótboltalið skólans.
Krakkarnir í North Ridgeville héldu fyrst að Cam Erving væri bara einn á ferð en annað átti eftir að koma í ljós. Þegar hann kynnti nýju hjálmana þá kom í ljós gína klædd í fótboltabúning og með nýja hjálminn á höfðinu.
Cam kallaði svo á tvo nemendur til að skoða hjálminn betur en þegar þeir ætluðu að snerta hjálminn þá lifnaði gínan skyndilega við.
Í ljós kom að það var mættur sjálfur Robert Griffin III og það fór ekkert framhjá neinum að krakkarnir þekktu vel nýju stjörnuna hjá Cleveland Browns.
Það er hægt að sjá myndband af uppátækinu hér fyrir neðan.
??????
— Cleveland Browns (@Browns) May 4, 2016
Watch @BigErv_75 and @RGIII pull off the biggest surprise ever at @NRHSSports!#Give10https://t.co/9Nw4gsOY3h
Pull off the surprise ??
— Cleveland Browns (@Browns) May 5, 2016
Present 25k worth of helmets ??
All in a day's work.
??'s https://t.co/BimWXz61FV#Give10 pic.twitter.com/hLAu2Vz6kB